Select Page

Covid-19

Uppfært 16. maí 2021

Okkur tókst það! Við héldum Fossavatnsgönguna 2021 án sýkinga, smita og úrvinnslusóttkvía.

Við höfum fulla trú á að gangan 2022 verði með hefðbundnu sniði.

Til gamans fylgir hér fyrirkomulagið sem við viðhöfðum í vor.

Viðbrögð við Covid-19 í göngunni 2021

Nú þegar nýjar sóttvarnareglur hafa verið kynntar er okkur ekkert að vanbúnaði að reka smiðshöggið á undirbúninginn.

Eftirlit ef haft með erlendum gestum og að þeir uppfylli skilyrði um sóttkví og annað.

Rútur munu flytja þátttakendur í rásmarkið. Raðað verður í rúturnar eftir rásnúmerum, þannig að t.d. rásnúmer 1-30 fari í fyrstu rútu, 31-60 í næstu rútu o.s.frv. Startið verður svo „fljótandi“ þannig að hver og einn fær fáeinar mínútur til að hafa sig til áður en lagt er af stað. Til að þetta gangi allt saman upp er nauðsynlegt að allir mæti á réttum tíma í rétta rútu og leggi af stað út í braut áður en næsta rúta kemur á svæðið. Það gefst því ekki mikill tími til að huga að áburði og slíku á rássvæðinu.

Rútur fara frá íþróttahúsinu á Torfnesi.

Við erum í góðu samstarfi við sóttvarnayfirvöld um allt fyrirkomulag göngunnar.

Allir þátttakendur skulu bera með sér mat og drykk fyrir gönguna þar sem drykkjarstöðvar verða ekki opnar. Starfsfólk verður úti í braut en bara í öryggisvörslu.

Að göngu lokinni fara þátttakendur upp í rútu og aftur til baka.

For safety reasons, participant need to carry a backpack with warm, protective clothing during the race.

Grímur skal nota í rútum og á start- og marksvæði.

covid.is

Áætlanir okkar hafa verið yfirfarnar af sóttvarnayfirvöldum. Sjá fylgiskjöl og lýsingar hér.

Nýjustu upplýsingarnar okkar setjum við inn á Facebook.