Select Page
NæturFossavatnið 2022: upplýsingar

(Úrelt. Sjá nýrri frétt)

NæturFossavatnið fer fram næstkomandi laugardag, 5. febrúar. Keppnin hefst kl. 18:00 og svo verður gengið inn í kvöldið og nóttina. Slökkt verður á lýsingunni á skíðasvæðinu, en þátttakendur ganga með sín eigin ennisljós.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður í tveggja manna liðum og ganga liðsfélagarnir saman alla leið. Ekki má muna meira en 15 sekúndum á þeim í endamarkinu og er það tíminn á seinni manninum sem gildir. Hægt er að velja á milli þess að ganga 70 km eða 35 km (báðir aðilar ganga alla vegalengdina, 70 km gangan er t.d. EKKI þannig að hvor um sig gangi 35 km).

Ræst verður við skíðaskálann á Seljalandsdal. Í 70 km vegalengdinni verður gengin ein lykkja og síðan sem leið liggur upp á Háubrún (sama byrjun og í Fossavatnsgöngunni). Í 35 km göngunni er hins vegar fyrst genginn 3,3 km hringur á neðra svæðinu og síðan er farin sama leið og í 70 km upp á Háubrún.

Á efra svæðinu er u.þ.b. 7.25 km hringur sem liggur um Brúnir og Eiríksmýri. Hann er genginn 9 sinnum í lengri vegalengdinni, síðan er farinn einn stytrri hringur (1,6 km) og loks aftur niður á neðra svæðið og í mark. Þeir sem ganga 35 km leiðina fara stóra hringinn fjórum sinnum og svo niður í markið (þeir nota ekki styttri hringinn).

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um sína drykki og annað nesti. Þeir bera þetta með sér í byrjun göngunnar, en á efra svæðinu verður merkt er farangurshólf þar sem fólk getur skilið eftir föggur sínar og stoppað svo til að næra sig þegar þurfa þykir. Í síðasta hringnum þurfa þátttakendur að taka saman farangurinn og bera hann með sér niður að skála og í markið.

Keppnin er með frjálsri aðferð, þ.e.a.s. fólk ræður hvort það gengur hefðbundið eða skautar.

Skráning er enn í fullum gangi.

Gæti verið mynd af Texti þar sem stendur "NaeturFossavatn 2022 70 km 70 km fara 9 stóra hringi og 1 lítinn Start viá SkíÅheima aá Háubrún 1,9 km 35 km fara 4 stóra hringi 35 km 70 km og 35 km Start viá SkíÅheima og fara 3,3 km niári og síốan sömu leiÅ og lengri vegalengdin aá Háubrún. Háabrún og niáur mark viá SkíÅheima venjulega Fossavatnsgöngu- leiỡ. km Lítill hringur 1,6 km Háabrún- Sandfellslyfta- aá Eiríksmyri og til baka aá Háubrún. (innan bláu línunnar) Stór hringur á Háubrún og Eiríksmyri 7,24 km"
Gæti verið mynd af Texti þar sem stendur "70 km Naeturfossavatn, frjáls aốferő‘. SkíÅheimar Háabrún Stór hringur Lítill hringur Háabrún Mark Hve Hveoft oft 1 9 1 1 7,24 Leiỗ km 1,90 alls 65,16 km 1,60 1,40 Alls 70,06 km 35 km Naeturfossavatn, frjáls aốferő. Hve oft 1 1 4 Leiá km SkíÅheimar SkíÅ‘heimar SkíÅheimar Háabrún Stór hringur Háabrún -Mark 7,24 1 3,30 1.90 alls 28,96 km 1,40 Alls 35,56 km"

More news

Nýjar veðurstöðvar á Windy

Nýjar veðurstöðvar á Windy

Nýlega voru settar upp sérstakar veðurstöðvar á þremur stöðum á Fossavatnsleiðinni sem gefa hitastig, vindstyrk, vindátt og loftþrýsting. Þessar stöðvar eru Heiðin (í 50 km er það eftir 8 og 33 km, í 25 km göngu er það eftir 8 km), Nónvatn (í 50 km eftir 20 og 26 km)...

lesa meira