Dagsetningar Fossavatnsgöngunnar

Fossavatnsgangan er haldin síðasta laugardag vetrar nema þegar hann ber upp á páskahelgi, en þá er gangan laugardaginn fyrir pálmasunnudag. Þessi regla tók gildi 2023.

ÁrAðalganganNæturfossavatn
202420. apríl (laugardagur)27. mars (miðvikudagur/fimmtudagur)
202512. apríl (laugardagur)9. apríl (miðvikudagur/fimmtudagur)
202618. apríl (laugardagur)?
202717. apríl (laugardagur)?

Smá saga

Lengi var Fossavatnsgangan haldin í apríl eða maí. Frá árinu 1980 var reglan sú að sá að gengið var á laugardegi eða sunnudegi sem næstur var 1. maí.

Fossavatnsgangan hefur um langa hríð verið síðasta gangan í skíðagöngudagskránni hér á landi, en með tilkomu Fjallagöngunnar er það ekki lengur tilfellið. Fossavatnsgangan hefur einnig verið síðasta gangan í hefðbundnu vetrartímabili á norðurhveli jarðar, og svo seint stundum að langt líður milli síðustu göngu á meginlandi Evrópu þangað til Fossavatnsgangan er.

Það að halda til streitu reglunni um að gangan sé um mánaðarmótin apríl-maí hefur oft í för með sér nokkrar vikur þar sem fólk í Evrópu og annarsstaðar á landinu getur ekki skíðað. Á sama tíma er snjór oft farinn að bráðna í fjöllunum sem eykur hættu á að víkja þurfi frá hefðbundnu brautarstæði. Því stóð vilji til að færa mótið aðeins framar. Ekki má þó fara of langt, því veður eru válynd á heiðum og líkur á illviðri aukast því fyrr á árinu sem gengið er.

Að mörgu öðru er að hyggja við ákvörðun dagsetningar. Andrésar andar leikarnir eiga sinn fasta sess (sem byrja sumardaginn fyrsta), auk þess sem páska getur borið upp á þessum dögum.

Af vikudögunum er laugardagurinn bestur, þar sem það gefur gestum sunnudaginn til ferðalaga.

Fossavatnsskautið og styttri keppni í styttri vegalengdum er haldin fimmtudaginn fyrir aðalgönguna.

Við val á dagsetningum fyrir göngurnar frá 2023 að telja, hefur því verið notast við eftirfarandi reglu:

Fossavatnsgangan er haldin síðasta laugardag vetrar nema þegar hann ber upp á páskahelgi, en þá er gangan laugardaginn fyrir pálmasunnudag.