Komdu vestur

Hvar erum við?

Fossavatnsgangan fer fram í fjöllunum fyrir ofan Ísafjörð. Upphaf og endir göngu er á Seljalandsdal.

Á kortinu til hliðar sést mótsskrifstofan sem er í Edinborgarhúsi, íþróttahúsið Torfnesi þar sem kaffihlaðborð, verðlaunaafhending og Fossavatnspartíið fer fram, og skíðaskálinn.

Pakkaferðir

Ferðaskrifstofan Wild Westfjords er opinber ferðaskrifstofa Fossavatnsgöngunnar. Ferðaskrifstofan býður upp á pakka fyrir erlenda gesti sem byrja á alþjóðaflugvellinum í Keflavík.

Í boði er pakki frá 15. apríl til 22. apríl, með skoðunarferðum, ferðalögum og gistingu. Einnig er til pakki eingöngu með gistingu. Hægt er að sérsníða pakkana eftir þörfum og áhuga.

Wild Westfjords býður einnig upp á ferð á Dynjanda.

Með flugi

Icelandair flýgur tvisvar á dag milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Flugrúta gengur niðrí miðbæ Ísafjarðar í tengslum við öll flug. 

Akandi

Akstursvegalengdin frá Reykjavík er styst yfir Dynjandisheiði, 420 km. en algengast er að keyra Ísafjarðardjúp, 440 km. 

Hertz er samstarfsaðili Fossavatnsgöngunnar.

Gisting

Hótel Ísafjörður er stuðningsaðili göngunnar og býður upp á sérstök Fossavatnstilboð, www.hotelisafjordur.is.

Visit Westfjords birtir heildarlista yfir gistingu í boði á svæðinu.

Á Facebook er hópur þar sem hægt er að sjá auglýsingar um tímabundna gistingu sem er í boði yfir hátíðina.

Wild Westfjords getur einnig haft milligöngu um gistingu.

Frekari upplýsingar