Dagsetning:
10. apríl 2025
Ræsing:
17:00
Gönguaðferð:
Frjáls
Brautin
Í hnotskurn
Fyrstu 15 km eru strembnir, en þá liggur leiðin frá Seljalandsdal upp á Hnífa, Botnheiði og áfram yfir Fellsháls. Þaðan er léttur 10 km leggur niður að Nónvatni og áfram Gengið er frá Seljalandsdal fram brúnir upp á Botnsheiði og svo aftur til baka yfir Miðfellsháls, sem er strembinn. Fyrstu 12 km eru talsvert erfiðir, en síðustu 7 km mjög léttir. Alvöru áskorun.
Vegalengdir milli drykkjarstöðva
Rásmark- Búrfell | 5,2 km |
Búrfell – Heiðin | 4,5 km |
Heiðin – Búrfell | 5,4 km |
Búrfell – endamark | 10,2 km |
Brautarlýsing
Lagt er af stað frá skíðagönguhúsinu á Seljalandsdal til norðurs eins og í hinum vegalengdunum. Fyrsti kílómetrinn er léttur hringur um start/marksvæðið en næsti kílómetri er hins vegar strembinn, með nokkuð bröttu klifri upp á Háubrún, einn besta útsýnisstað brautarinnar. Þaðan er fallegt að horfa yfir Skutulsfjörðinn og upplagt að smella af einni mynd eða svo ef fólk er ekki að flýta sér þeim mun meira.
Þegar þangað er komið er heilmikil hækkun að baki, eða 155 metrar á fyrstu 4 km. Við höldum áfram u.þ.b. einn kílómetra í viðbót og komum þá að fyrstu drykkjarstöðinni, undir fallegu fjalli sem nefnist Búrfell. Nú tekur við vel þeginn léttur kafli áður en við þokum okkur yfir svokallaða Hnífa. Eftir þá, að loknum 8 km, tekur svo við nokkuð strembið klifur í 2 km upp að gatnamótum Breiðadals- og Botnsheiða, þar sem við komum að næstu drykkjarstöð. Þangað liggur akfær vegur, en hann er þó ekki opinn fyrir almenning, heldur eingöngu fyrir starfsfólk mótsins og neyðaraðstoð.
Hér hafa u.þ.b. 10 km verið lagðir að baki og nú léttist brautin nokkuð næstu kílómetrana á meðan gengið er eftir Botnsheiðinni. Sú sæla varir þó ekki ýkja lengi því þegar við höfum heimsótt drykkjarstöðina undir Búrfelli í annað sinn, eftir u.þ.b. 16 km, hefst nokkuð strembið klifur þar sem kallað er „á milli fella“, þ.e.a.s. á milli fjallanna Búrfells og Miðfells. Þegar komið er upp í Gyltuskarð, þaðan sem hægt er að sjá niður í Botnsdal í Súgandafirði, er snúið til hægri og við tekur frægasta brekkan í Fossavatnsgöngunni, sjálfur Miðfellshálsinn. Hálsinn sá hefur reynst mörgum erfiður í gegnum áratugina. Hér er gengið upp langan, brattan sneiðing og fæstir eiga miklar orkubirgðir á tankinum þegar upp er komið. En það kemur svo sem ekki að sök því nú taka við léttir 7 km í mark, með löngu rennsli og ýtingum. Þó er rétt að vera á varðbergi því víða er rennslið mjög hratt og getur verið varasamt, sérstaklega fyrir óvana.
Hæðarprófíll
Rásmark | 290 m.y.s |
Hæsti punktur (Miðfellsháls) | 607 m.y.s. |
Lengsta klifur | 115 m (yfir Miðfellsháls) |
Heildarklifur | 520 m |
Einfaldari framkvæmd en 50 km gangan
Ekki fljótandi start: Allir þátttakendur hefja keppni á sama tíma.
Rútuferð: Nægt pláss er á bílastæðum í tengslum við Fossavatnsskautið en einnig er boðið upp á rútuferð frá íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 16 og aftur til baka kl. 19.
Geymdu fatatöskuna í skíðaskálanum: Nóg pláss er til að geyma fatatöskur í skíðaskálanum, úti eða í áburðarskálanum.
Engin bakpokaskylda: Ekki er skylda að bera bakpoka eins og á laugardeginum.
Engin tímamörk: Ekki er sérstakur hámarkstími í göngunni.
Kaffihlaðborð og verðlaunaafhending
Veglegt kaffihlaðborð fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi frá 15:00-17:00 á laugardeginum. Hlaðborðið er innifalið í þátttökugjaldinu í Fossavatnsskautinu.
Verðlaun fyrir efstu sæti í karla- og kvennaflokki eru veitt strax að göngu lokinni, en aldursflokkaverðlaun eru veitt á kaffihlaðborðinu, um kl. 16:00.