Æfingabúðir

Viltu læra að ganga á skíðum, slípa til tæknina eða bara verða betri skíðagöngumaður?Sex æfingar frá fimmtudegi til sunnudags. Kennsla við allra hæfi, jafnt byrjendur sem ólympíufara. Best er að hefja skíðatímabilið með þessum frábæru kennurum sem allir hafa margra ára reynslu í skíðagöngu. Allar æfingar fara fram á Seljalandsdal nema annað sé ákveðið.