Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar

Nú skellir þú þér vestur í æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar og hittir á þjálfara hokna af reynslu og almennilegheitum.



Sex æfingar frá fimmtudegi til sunnudags. Kennsla við allra hæfi, jafnt byrjendur sem ólympíufara. Best er að hefja skíðatímabilið með þessum frábæru kennurum sem allir hafa margra ára reynslu í skíðagöngu. Allar æfingar fara fram á Seljalandsdal nema annað sé ákveðið.

Gróf dagskrá

Fyrsta æfingin er kl. 18:30 á fimmtudeginum, sem passar fyrir þá sem taka seinna flug Icelandair frá Reykjavik.

Á föstudeginum og laugardeginum eru tvær æfingar, önnur er fyrir hádegi og önnur seinnipartinn.

Á sunnudeginum er svo ein æfing fyrir hádegi, og svo fer fólk heim með flugi eða akandi á eigin bíl.

Boðið er upp á þrjá mismunandi pakka. Einn er bara æfingabúðirnar og einn kvöldverður, en hinir eru heildarpakkar með gistingu, rútum og fæði.

Nánari dagskrá er send þegar nær dregur.

Önnur námskeið

Hótel Ísafjörður býður einnig upp á önnur námskeið, sjá hér.

Kaupa