Uppfært 25. mars 2025
Rútur fimmtudag og föstudag
West Travel verða með rútuferðir á fimmtudeginum 10. apríl og föstudeginum 11. apríl frá bænum og upp á dal.
Ókeypis rútuferðir
Rútuferðir sem eru innifaldar í þátttökugjaldi eru frá Torfnesi fimmtudaginn 10. apríl kl. 15:00 og 15:30. Rútur fara til baka eftir þörfum.
Aukarútuferðir
Einnig eru rútuferðir sem ekki eru innifaldar í þátttökugjaldi.
Frá Torfnesi: 11:00, 14:00, 16:00, 18:00.
Frá Seljalandsdal: 11:30, 14:30, 16:30, 18:30
Miðaverð í rútuna er 1.200 kr. aðra leið.
Hægt er að kaupa miða í rútuna á heimasíðunni https://www.westtravel.is/ og svo verður posi í rútunni.
Umferð einkabíla er heimil miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
Rútur laugardag
Vegna þrengsla á vegi og fárra bílastæða er umferð einkabíla upp á Seljalandsdal bönnuð að morgni laugardags til kl. 09:00.
Ókeypis rútur ganga upp í startið. Rúturnar fara frá íþróttahúsinu á Torfnesi. Næg bílastæði eru þar, við fótboltavöllinn og við menntaskólann.
Fyrsta rúta fer frá Torfnesi 06:30, og svo á 15 mínútna fresti. Síðasta rúta fer 08:45. Eftir það eru einkabílar leyfðir upp á svæði á meðan bílastæði endast.
Rútur bíða við markið og fara niður á kortersfresti eða þegar þær eru fullar.
Vegurinn er svo opnaður einkabílum kl. 09:00 en bílastæði eru fá og því má búast við að þurfa að leggja talsvert frá mótssvæðinu.
