Hér fyrir neðan er verðskráin okkar. Skráningargjöld eru mörg hver lægri snemma vetrar og hækka eftir því sem líður að göngu.
Keppendur í tveimur göngum eða fleiri fá 50% afslátt af keppnisgjaldi í styttri vegalengdinni. Iðkendur hjá Skíðafélagi Ísfirðinga fá sérstakan afslátt sem kynntur innan félagsins.
Hagnaður af rekstri göngunnar fer til Skíðafélags Ísfirðinga og þess fjölbreytta starfs sem þar fer fram hjá börnum og afreksfólki í skíðagöngu og öðrum vetraríþróttum.
Ganga | Til 30. nóvember | Til 3. janúar | Fram að göngu |
---|---|---|---|
1 km | Ókeypis | Ókeypis | Ókeypis |
5 km (börn til 12 ára) | 1.000 | 1.000 | 1.000 |
5 km (13 ára og eldri) | 3.000 | 3.000 | 3.000 |
12,5 km | 8.000 | 9.000 | 10.000 |
25 km (bæði skaut á fimmtudegi og hefðbundið á laugardeginum) | 14.000 | 16.000 | 18.000 |
50 km | 19.000 | 23.000 | 26.000 |
Fossavatnspartíið | 13.000 | 13.000 | 13.000 |
NæturFossavatnið 35 km | 12.000 | 14.000 | 16.000 |
NæturFossavatnið 70 km | 13.000 | 15.000 | 17.000 |