Æsispennandi endasprettur skar úr um sigurvegara í Fossavatnsskauti karla fyrr í kvöld. Einar Árni Gíslason var mínútu á eftir Degi Benediktssyni og Snorra Einarssyni eftir fyrstu millitíma, en náði þeim í seinni millitímum. Þeir komu þrír brunandi ofan af Eiríksmýri og eftir Bankastjórabeygjuna varð ljóst að Einar myndi hafa þá Dag og Snorra.
Í kvennaflokki sigraði hin sænska Karin Björnlinger næsta örugglega, en Maríurnar Kristín og Sif náðu öðru og þriðja sæti.
68 þátttakendur frá 14 löndum luku keppni í 25 km göngunni í nokkuð hlýju veðri og lygnu til að byrja með. Eftir vorveður síðustu daga var brautin mjög mjúk og gaf litla viðspyrnu fyrir skíði og stafi.

🥇Einar Árni Gíslason
🥈Dagur Benediktsson
🥉Snorri Einarsson

🥇Karin Björnlinger
🥈María Kristín Ólafsdóttir
🥉María Sif Hlynsdóttir
Einnig fór fram Fjölskyldufossavatnið 5 km og og Krakkafossavatnið, sem er 1 km þrautabraut fyrir allra yngstu þátttakendurna.