Category: Uncategorized
-
Allar myndir til sölu
Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.
-
Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024
Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta regnskúra yfir svæðið. Ríflega 100 þátttakendur voru skráðir í 25 km göngu…
-
Fossavatnsgangan sýnd beint í fyrsta sinn
Fossavatnsgangan hefur gert samning við rekstrarfélag Ski Classics, WSAB, um beina útsendingu frá Fossavatnsgöngunni 2024.
-
Veðurspá og áburðarráð
Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m hæð verður um +3°C og +6°C á láglendi. Alskýjað, en…
-
Dagur og Anniken sigruðu Fossavatnsskautið
Dagur Benediktsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga og hin norska Anikken Gjerde Alnæs sigruðu 25 km Fossavatnsskautið sem fór fram á Seljalandsdal í gærkvöldi. Dagur kláraði gönguna á tímanum 01:12:09.1 og Anikken á tímanum 01:16:19.6. Næstir í karlaflokki komu þeir Magnus Waaler, frá Noregi, og Stefano Zanotto frá Ítalíu. Annað sætið í kvennaflokki hreppti Heli Annika Heiskanen…
-
Kitti Muggs, minning
Kristján Rafn Guðmundsson, Kitti Muggs, verður borinn til grafar í dag, föstudag 19. apríl. Hann var skíðamaður af hinni miklu skíðaætt af Grænagarði og steig fyrst á skíði fjögurra ára gamall. Eftir það varð ekki aftur snúið. Keppni, æfingar og ýmislegt skíðastúss var stór hluti af lífi hans alla tíð síðan. Kitti átti glæstan feril…
-
Móttaka fyrir handhafa Worldloppet-passa
Föstudaginn 19. apríl verður móttaka fyrir handhafa Worldloppet-passa í Turnhúsinu, Neðstakaupstað á Ísafirði.
-
Áburðarþjónusta
Tveir aðilar bjóða upp á áburðarþjónustu fyrir Fossavatnsgönguna. Fjordhub býður upp á sjálfsafgreiðslu, en Einar Birkir og Sveinbjörn bjóða upp á alþjónustu. Notkun á flúoráburði er óheimil í samræmi við alþjóðlegar reglur. Ef þú býður upp á áburðarþjónustu máttu láta okkur vita.
-
Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar
Fossavatnsgangan er ein af merkustu skíðakeppnum á Íslandi, sem á sér langa og ríka sögu. Hún er hluti af vaxandi hópi gönguskíðamóta sem laða að bæði áhugamenn og atvinnuíþróttamenn frá öllum heimshornum. Keppnin, sem fram fer í fallegu og stundum grimmu landslagi Vestfjarða, býður upp á einstaka blöndu af íþróttum, ævintýri og náttúruupplifun. Hertz bílaleiga…
-
Sveinbjörn og Grétar Smári sigruðu NæturFossavatnið
NæturFossavatnið fór fram 27. mars og aðfaranótt þess 28. Gangan fór fram í hrollköldum en prýðilegum aðstæðum á Seljalandsdal. Sigurvegarar í 35 km göngu 1. Sveinbjörn Orri Heimisson og Grétar Smári Samúelsson 2. Eyþór Freyr Árnason og Hjalti Böðvarsson 3. Daníel Jakobsson og Samúel Orri Stefánsson Sigurvegarar í 70 km göngu 1. Alice Moran og…