Fossavatnsgangan 12,5 km

Dagsetning

12. apríl 2025

Ræsing

09:15–10:00

Gönguaðferð

Hefðbundin

Aldurstakmörk

10 ára og yngri í fylgd

Fljótandi start

Bakpokaskylda

Nei

Tímamörk

Nei

Brautin

Í hnotskurn

Gangan byrjar á stuttum hring um start/marksvæðið en síðan tekur við kílómetri eða svo með býsna strembnu klifri upp á Háubrún. Þar borgar sig að fara sér hægt, sérstaklega fyrir óvana. Að þessu klifri loknu tekur við skemmtileg braut sem liggur yfir á Eiríksmýri og svo áfram svolítið hærra upp á Skarðsengi áður en við tekur rennsli niður á marksvæðið. Óvanir fari varlega í rennslinu.

Engar drykkjarstöðvar eru á leiðinni.

Kort af brautinni. Gagnvirkt kort. Athugið að brautinni hefur verið breytt frá því sem var þegar blýantsteikning af brautunum sem sýnd er annarsstaðar hér á síðunni var gerð.

Brautarlýsing

Lagt er af stað frá skíðagönguhúsinu á Seljalandsdal til norðurs eins og í hinum vegalengdunum. Fyrsti kílómetrinn er léttur hringur um start/marksvæðið en næsti kílómetri er hins vegar strembinn, með nokkuð bröttu klifri upp á Háubrún, einn besta útsýnisstað brautarinnar. Þaðan er fallegt að horfa yfir Skutulsfjörðinn og upplagt að smella af einni mynd eða svo ef fólk er ekki að flýta sér þeim mun meira.

Nú er klifrinu lokið í bili og virkilega hægt að njóta þess sem framundan er. Við göngum undir Sandfellslyftu og áfram um 1 km og snúum þá við og fylgjum rótum Sandfells þar til við komum á stóra sléttu sem kallast Eiríksmýri. Þar tökum við fáeinar lykkjur uns við klifrum upp á Skarðsengi, þar sem aðal skíðagönguland Ísfirðinga var staðsett á árum áður. Eftir að hafa gengið svolítið um Skarðsengið komum við meðfram og við Sandfell inn í sömu braut og keppendur í 50 km og 25 km göngunum nota á sínum endaspretti. Við fylgjum svo þeirri braut niður á marksvæðið og alla leið yfir línuna. Óvanir ættu að hafa varann á sér í rennslinu.

Hæðarprófíll

Rásmark290 m.y.s
Hæsti punktur (Miðfellsháls)501 m.y.s.
Lengsta klifur82 m
Heildarklifur245 m
Hækkun og metrar yfir sjávarmáli

Heppileg fyrir byrjendur

Fljótandi start: Keppni hefst kl. 09:00 en rásmarkið opið til 09:30. Tími byrjar ekki að telja fyrr en farið er af stað skv. tímatökuflögu.

Engin bakpokaskylda: Ekki er skylda að bera bakpoka eins og í lengri göngunum.

Engin tímamörk: Ekki er sérstakur hámarkstími í göngunni.

Börn 10 ára og yngri skulu fara í fylgd með einhverjum eldri.

Rútuferðir upp og niður

Ekki er pláss fyrir einkabíla á skíðasvæðinu og því eru rútur sem ganga fyrir mót og aftur niður.

Nánari upplýsingar hér.

Fatatöskur

Í rásmarkinu er hægt að geyma föt í töskum eða bakpokum (eins og þessum sem Fossavatnsgangan selur eða sambærilegan). Töskurnar eru geymdar úti og því þarf að velja þær með tilliti til veðurs. Þátttakendur fá miða með númeri til að merkja töskuna sína.

Kaffihlaðborð og verðlaunaafhending

Veglegt kaffihlaðborð fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi frá 15:00-17:00 á laugardeginum. Hlaðborðið er innifalið í þátttökugjaldinu í Fossavatnsskautinu.

is_IS