Við höfum verið að fara í gegnum 90 ára sögu Fossavatnsgöngunnar og veittum einu sérstaka athygli. Það er að í gegnum tíðina hefur göngunni aldrei verið aflýst.
Stundum, eins og árið 2019 (sjá mynd) hefur gangan verið flutt upp á Breiðadalsheiði, og stundum eru gerðar breytingar á legu brautarinnar, en það er alltaf nógur snjór. Í ár eru snjóalög mjög góð og allt útlit fyrir að allir 50 km verði troðnir.
Síðasta ganga sem féll niður var 2020, og þar áður 1954.
Upplýsingar um snjóalög og troðna kílómetra er hægt að sjá til dæmis hjá Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar á Facebook, og svo erum við í Fossavatnsgöngunni að reyna að vera duglegri að birta myndir á Facebook og Instagram.