Select Page

Komdu til Ísafjarðar

Fossavatnsgangan er elsta skíðamót sem enn er við lýði á Íslandi, en gangan fór fyrst fram árið 1935. Gangan fer jafnan fram um mánaðamótin apríl/maí og markar lok skíðavertíðarinnar hér á landi. Lengst af var aðeins ein vegalengd á dagskrá Fossavatnsgöngunnar, u.þ.b. 20 km leið frá Vatnahnjúk í nágrenni Fossavatns yfir á Seljalandsdal. Árið 1987 bættist 10 km vegalengdin við og tveimur árum síðar var einnig farið að bjóða upp á 7 km leið sem er mjög létt og hentar vel allri fjölskyldunni. Árið 2004 var svo enn bætt við vegalengdirnar þegar tekin var upp keppi í 50 km göngu.

Fyrsta Fossavatnsgangan fór fram á annan páskadag árið 1935. Keppendur voru 7 talsins og var brautin mæld 18 km. Sigurvegari varð Magnús Kristjánsson úr Skátafélaginu Einherjum á tímanum 1 klst. og 50 mínútum, annar varð Sigurjón Halldórsson úr Herði á 1:53 klst. og þriðji Sig.Baldvinsson úr Einherjum á 1:54 klst.

Á fimmta og sjötta áratugnum féll Fossavatnsgangan 14 sinnum niður, en frá árinu 1955 hefur hún farið fram á hverju ári. Sigursælasti keppandi í sögu Fossavatnsgöngunnar er Kristján Rafn Guðmundsson frá Ísafirði, sem 12 sinnum kom fyrstur í mark á sjöunda og áttunda áratugnum. Sá sem oftast hefur tekið þátt er hins vegar Sigurður Jónsson (Búbbi prentari) en hann keppti í þriðju göngunni, árið 1938, og hefur verið með í flestum Fossavatnsgöngum síðan.

Eftir að 50 km vegalengdin var tekin upp í Fossavatnsgöngunni hefur mótið vakið sífellt meiri athygli erlendis. Árið 2005 var gangan tekin inn á mótaskrá Alþjóða skíðasambandsins, FIS, og sama ár varð hún stofnaðili að norrænni mótaröð, FIS Nordic Ski Marathon Cup. Þar er um að ræða samstarf á milli Fossavatnsgöngunnar, Holmenkollen Skimaraton í Noregi, Tornedalsloppet í Svíþjóð og Oulun Tervahiito í Finnlandi. Allt hefur þetta orðið til þess að þátttaka í göngunni hefur farið vaxandi frá ári til árs og hefur fjölgunin verið bæði í hópi innlends og erlends skíðafólks. Margir heimsþekktir skíðamenn hafa lagt leið sína til Ísafjarðar til að ganga Fossavatnsgönguna. Fyrstur í þeirri röð var Paul Gunnar Mikkelsplass frá Noregi, sem kom hingað á hátindi frægðar sinnr árið 1985. Síðastliðin ár hefur svo bæst mjög í þennan hóp og má þar nefna kempur á borð við Thomas Alsgaard, Hilde G. Pedersen, Suzanne Nyström og Oskar Svärd. Árið 2015 varð Fossavatnsgangan í fyrsta sinn hluti af hinni þekktu Worldloppet mótaröð.

Where are we?

Fossavatnsgangan takes place in Isafjordur, in the Westfjords of iceland

[wpgmza id="1"]

How to get here by plane

Air Iceland offers two to three daily flights between Reykjavik and Isafjordur. The flight leaves from the domestic airport in the heart of Reykavik and takes about 40 minutes.

For details, see www.airiceland.is

How to get here by car

To get to Isafjordur from the international airport in Reykjavik/Keflavik, follow road 1, the Ringroad, from Reykjavik through Borgarnes and turn to your left, after about 10-15min drive after Borgarnes onto road #60. After the turn there are about 90km, over two mountain roads, there is a turn to your right on road #61. On you way there is one stop in the town of Budardalur (after about 40 from where you turned onto road#60)

After you turn onto road#61 you follow road 61 through Holmavik and on to Isafjordur. Please note that at this time of the year there could still be snow or ice on some of the roads, especially the mountain roads. Please contact the Road Administration for information before you start your journey. Their info-line can be reached in the four digit number 1777, and their website www.vegagerdin.is/english/road-conditions-and-weather/ shows you the latest information on the state of the roads.

If you are looking to rent a car for your trip to Isafjordur, kindly keep in mind that Hertz (www.hertz.is) is an important sponsor of the Fossavatn Ski Marathon.

Hvar á að gista

Hótel Ísafjörður has a special Fossavatn Ski Marathon offer, see their website www.hotelisafjordur.is.

You could also contact the Information office (info@vestfirdir.is) about various kinds of accomodation.

Ferðaskipu­leggjendur

Hótel Ísafjörður has a special Fossavatn Ski Marathon offer, see their website www.hotelisafjordur.is.

You could also contact the Information office (info@vestfirdir.is) about various kinds of accomodation.