Fossavatnsgangan er hluti af fjórum mótaröðum, tveimur íslenskum og tveimur alþjóðlegum.
Worldloppet
Fossavatnsgangan er hluti af aðalmótaröð skíðagöngukeppna í heiminum, Worldloppet, með 18 öðrum göngum, þar á meðal Vasagöngunni, Birkebeinerrennet og fleiri göngum í öllum heimsálfum og bæði á norður- og suðurhveli jarðar.
Hægt er að safna stimplum til að verða Worldloppet-meistari, en þá þarf að taka þátt í 10 göngum þar sem ein ganga þarf að vera utan Evrópu.
Íslandsgangan
Íslandsgangan er röð sjö skíðakeppni hringinn í kringum landið. Þær eru
- Hermannsgangan á Akureyri
- Fjarðargangan á Ólafsfirði
- Strandagangan í Selárdal nálægt Hólmavík
- Bláfjallagangan í Reykjavík
- Orkugangan á Húsavík
- Fossavatnsgangan á Ísafirði
- Fjallagangan í Stafdal milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða
Keppt er bæði í stigakeppni eintaklinga og liða (sjá stigakerfi í reglugerð göngunnar),
Landvættur
Landvættur er röð fjögurra keppna í jafnmörgum greinum.
- Vesturhlutinn er Fossavatnsgangan, 50 km.
- Norðurhlutinn er val milli tveggja hlaupa, Jökulsárhlaupsins eða Þorvaldsdalsskokksins.
- Austurhlutinn er Urriðavatnssundið, 2,5 km langt.
- Suðurhluti er Blue Lagoon Challenge, 60 km hjólreiðar frá Hafnarfirði.
Til þess að teljast Landvættur þarf að klára allar þrautirnar á 12 mánuðum, og því skiptir ekki máli á hvaða þraut er byrjað. Einnig eru til aðrar útgáfur, svo sem Langvættur (þrautir kláraðar á 48 mánuðum) og Ungvættur.
Ski Classics
Ski Classics er mótaröð 60 skíðakeppna um heim allan. Þær stærstu eru hluti að mótaröð atvinnuliða, en aðrar eru svokallaðar Ski Classics Challengers, þar á meðal Fossavatnsgangan. Þar sem Fossavatnsgangan er seint á skíðaárinu á norðuhveli telst hver ganga vera fyrsta ganga nýs tímabils.
Aðrir góðvinir
Hlaupahátíð á Vestfjörðum er fjögurra daga útivistarveisla sem haldin er um miðjan júlí. Meðal greina er Óshlíðarhlaupið, sjósund og Vesturgötukeppnirnar í hlaupum og hjólreiðum í Vestfirsku ölpunum.
Hjólreiðakeppnin Westfjords Way Challenge er fimm daga hjólreiðakeppni hringinn í kringum Vestfirði. Einnig er hægt að taka þátt í síðustu dagleiðinni, frá Patreksfirði alla leið til Ísafjarðar.