Lýsing
Okkar víðfræga Fossavatnsnámskeið verður haldið um mánaðarmótin nóvember–desember 2024.
Kennsla fer fram í hópum sem er skipt eftir reynslu og getu og því geta bæði nýgræðingar og hin vanari fundið metnaði sínum mótstöðu.
Ennfremur þá bjóðum við uppá kennslu í skautatækninni ef nægjanlega margir óska eftir því.
Námskeiðsgjaldið, 30.000,-, innifelur sex æfingar og aðgangspassa að skíðasvæðinu. Kennararnir okkar eru með áratugareynslu af kennslu fólks á öllum getustigum.
Námskeiðið fer ekki fram ef snjór er ónógur, og er þá námskeiðsgjaldið endurgreitt að fullu.
Fossavatnsgangan fer fram í apríl og eru mismunandi vegalengdir, svo nú er rétti tíminn til að setja sér markmið og ná því!
Æfingaáætlunin er svo:
- Ein æfing á fimmtudegi kl. 18:30
- Tvær æfingar á föstudeginum, kl. 10:00 og 16:00
- Tvær æfingar á laugardeginum kl. 10:00 og 16:00
- Ein æfing á sunnudeginum, kl. 10:00
Gisting á sérkjörum
Hér er bókunarlinkur sem virkar á Torg, Horn og Gamla gistiheimilið svo fólk getur valið sér gistingu eftir því. Innifalinn er morgunmatur.
https://app.thebookingfactory.com/hotel-torg/book/fossavatnsnamskeid#/choose-dates
Flugfélag Íslands flýgur til Ísafjarðar. Nú er akvegurinn frá Reykjavík orðinn 414 km yfir Dynjandisheiði.