Úrslitagagna­grunnurinn

Úrslitagagnagrunnurinn Einar birtir sögulegar upplýsingar um úrslit í Fossavatnsgöngunni í gegnum árin.

Rauntímaupplýsingar eru birtar á Timataka.net. Gagnagrunnurinn er ekki beintengdur tímatökukerfinu. Allar göngur ársins 2024 eru komnar inn (uppf. 22. apríl).

Um gögnin og grunninn

Gagnagrunnurinn byggir á verkefni sem sinnt hefur verið í skorpum um talsvert skeið. Úrslit eru glötuð fyrir nokkur ár og í sumum tilvikum ekki alveg ljóst hvort gangan hafi farið fram. Nokkrum sinnum eru bara tiltæk úrslit úr verðlaunasætum, og stundum vantar fyrir styttri vegalengdirnar.

Reynt hefur verið eftir fremsta megni að sameina undir einu nafni mismunandi rithætti er mismunandi (t.d. þegar millinöfnum er stundum sleppt eða þau stytt). Einnig hefur á stöku stað verið greint á milli alnafna með fæðingarári.

Gagnagrunnurinn heitir eftir Einari Yngva sem lagði mikla vinnu í að safna úrslitum frá því í gamla daga.

Þakkir fá Guðmundur Ágústsson, Guðmundur Rafn Kristjánsson, Hlynur Guðmundsson og Heimir Hansson fyrir að safna gögnum. Elías Oddsson tæknivæddi tímatöku og var prímusmótor í því um árabil. Birgir Þór Halldórsson hefur séð um tímatöku síðustu ár og haldið utanum gögn. Frágangur, samantekt og forritun er í höndum Gylfa Ólafssonar. Allar ábendingar eru vel þegnar.

is_IS