Fossavatnsgangan sýnd beint í fyrsta sinn

Fossavatnsgangan hefur gert samning við rekstrarfélag Ski Classics, WSAB, um beina útsendingu frá Fossavatnsgöngunni 2024. Hingað til lands mun koma teymi og sérhæfður tækjabúnaður til myndatöku og útsendingar um allan heim.

Ski Classics er mótaröð 60 skíðagöngukeppna í fjórum heimsálfum þar sem atvinnumenn og leikmenn keppa hlið við hlið. Allar stærstu skíðakeppnir heims eru hluti af mótaröðinni, þar með talin Vasagangan í Svíþjóð.

Að sögn Bobba, Kristbjörns Róberts Sigurjónssonar, stjórnarmanns Fossavatnsgöngunnar verður útsendingin mikil lyftistöng fyrir Fossavatnsgönguna. „Hún eykur sýnileika okkar út á við og lyftir deginum á hærra plan,“ segir Bobbi.

Hægt er að horfa á útsendinguna á SC Play.

Sértilboð (uppfært 19. apríl)

Með því að nota þennan tengil kostar fyrsti mánuðurinn €1 en fer sjálfkrafa í fullt verð að þeim mánuði loknum.

Með því að nota þennan tengil færðu 50% afslátt af fyrsta árinu.

More news

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira
Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira
Dagur og Anniken sigruðu Fossavatnsskautið

Dagur og Anniken sigruðu Fossavatnsskautið

Dagur Benediktsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga og hin norska Anikken Gjerde Alnæs sigruðu 25 km Fossavatnsskautið sem fór fram á Seljalandsdal í gærkvöldi. Dagur kláraði gönguna á tímanum 01:12:09.1 og Anikken á tímanum 01:16:19.6. Næstir í karlaflokki komu þeir Magnus...

lesa meira