Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024.

Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta regnskúra yfir svæðið. Ríflega 100 þátttakendur voru skráðir í 25 km göngu og 70 í 12,5 km.

Magnus Waaler kláraði gönguna á tímanum 02:41:13.5, næstur kom Ísfirðingurinn Dagur Benediktsson með tímann 02:55:46.1 og þriðji var Ítalinn Stefano Zanotto á tímanum 02:55:46.2.

Annikken Gjerde Alnæs kláraði á 02:55:28.2, önnur var hin finnska Heli Annika Heiskanen á tímanum 03:06:12.8 og þriðja var Elisabeth Schicho frá Þýskalandi á tímanum 03:24:28.0.

Úrslit: 

 NameFISYOBTEAMNATFinal time
1Anikken Gjerde Alnæs34258631994Team Ragde ChargeNOR02:55:28.2
2Heli Annika Heiskanen31851091981Internorm Alpenplus TrentinoFIN03:06:12.8
3Elisabeth Schicho32052601991 DEU03:24:28.0
50 km kvenna
 NameFISYOBTEAMNATFinal time
1Magnus Waaler84210701993Front Rustad ILNOR02:41:13.5
2Dagur Benediktsson32500361998SFÍISL02:55:46.1
3Stefano Zanotto32906241992Front Rustad ILITA02:55:46.2
50 km karla
 NameYOBTEAMNATFinal time
1María Kristín Ólafsdóttir2007UllurISL01:51:33.3
2Vala Kristín Georgsdóttir2009UllurISL02:13:45.4
3 Silja Rán Guðmundsdóttir 1992SFÍ  ISL02:28:20.2 
25 km kvenna
 NameYOBTEAMNATFinal time
1Sindre Lysne Benestad1992Overtoppen/Baker HansenNOR01:43:14.2
2Ólafur Árnason1981UllurISL01:46:12.0
3Óskar Jakobsson1971UllurISL01:52:34.4
25 km karla
 NameYOBTEAMNATFinal time
1María Sif Hlynsdóttir2010SFÍISL01:00:49
2Katrín Sif Kristbjörnsdóttir1991SFÍISL01:02:50
3Jessica Devin1976 USA01:09:33
12,5 km kvenna
 NameYOBTEAMNATFinal time
1Conor Devin2010Steamboat Springs Winter SportUSA00:47:55
2Langdon Devin2011Steamboat Springs Winter SportUSA00:51:14
3Stefán Snær Stefánsson1992SFÍISL01:04:08
12,5 karla

Nánari úrslit má finna á www.timataka.net.

More news

Allar myndir til sölu

Allar myndir til sölu

Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.

lesa meira
Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira