Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024.

Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta regnskúra yfir svæðið. Ríflega 100 þátttakendur voru skráðir í 25 km göngu og 70 í 12,5 km.

Magnus Waaler kláraði gönguna á tímanum 02:41:13.5, næstur kom Ísfirðingurinn Dagur Benediktsson með tímann 02:55:46.1 og þriðji var Ítalinn Stefano Zanotto á tímanum 02:55:46.2.

Annikken Gjerde Alnæs kláraði á 02:55:28.2, önnur var hin finnska Heli Annika Heiskanen á tímanum 03:06:12.8 og þriðja var Elisabeth Schicho frá Þýskalandi á tímanum 03:24:28.0.

Úrslit: 

 NameFISYOBTEAMNATFinal time
1Anikken Gjerde Alnæs34258631994Team Ragde ChargeNOR02:55:28.2
2Heli Annika Heiskanen31851091981Internorm Alpenplus TrentinoFIN03:06:12.8
3Elisabeth Schicho32052601991 DEU03:24:28.0
50 km kvenna
 NameFISYOBTEAMNATFinal time
1Magnus Waaler84210701993Front Rustad ILNOR02:41:13.5
2Dagur Benediktsson32500361998SFÍISL02:55:46.1
3Stefano Zanotto32906241992Front Rustad ILITA02:55:46.2
50 km karla
 NameYOBTEAMNATFinal time
1María Kristín Ólafsdóttir2007UllurISL01:51:33.3
2Vala Kristín Georgsdóttir2009UllurISL02:13:45.4
3 Silja Rán Guðmundsdóttir 1992SFÍ  ISL02:28:20.2 
25 km kvenna
 NameYOBTEAMNATFinal time
1Sindre Lysne Benestad1992Overtoppen/Baker HansenNOR01:43:14.2
2Ólafur Árnason1981UllurISL01:46:12.0
3Óskar Jakobsson1971UllurISL01:52:34.4
25 km karla
 NameYOBTEAMNATFinal time
1María Sif Hlynsdóttir2010SFÍISL01:00:49
2Katrín Sif Kristbjörnsdóttir1991SFÍISL01:02:50
3Jessica Devin1976 USA01:09:33
12,5 km kvenna
 NameYOBTEAMNATFinal time
1Conor Devin2010Steamboat Springs Winter SportUSA00:47:55
2Langdon Devin2011Steamboat Springs Winter SportUSA00:51:14
3Stefán Snær Stefánsson1992SFÍISL01:04:08
12,5 karla

Nánari úrslit má finna á www.timataka.net.

More news

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira
Dagur og Anniken sigruðu Fossavatnsskautið

Dagur og Anniken sigruðu Fossavatnsskautið

Dagur Benediktsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga og hin norska Anikken Gjerde Alnæs sigruðu 25 km Fossavatnsskautið sem fór fram á Seljalandsdal í gærkvöldi. Dagur kláraði gönguna á tímanum 01:12:09.1 og Anikken á tímanum 01:16:19.6. Næstir í karlaflokki komu þeir Magnus...

lesa meira