Select Page
Fréttapakki 16. apríl

1. Úrslit

Göngurnar í gær gengu mjög vel. Úrslitin er hægt að sjá hér: https://timataka.net/fossavatn2021/

2. Bakpokinn

Í bakpokanum sem keppendur skulu bera skulu vera a.m.k.:

a) drykkur og matur fyrir alla gönguna

b) 1,5 kg af hlífðarfötum (buxur, jakki, húfa, vettlingar); ímyndaðu þér að skíði brotni eða þú misstígir þig í úrkomu og vindi

c) eftir atvikum skíðaáburður

Drykkjabelti eða hlaupavesti nægja ekki.

25 km 15. apríl 2021

3. Fatapokinn

Taktu líka með fatapoka til að geyma geyma á start/marksvæðinu (þú átt að hafa fengið merkimiða með númerinu þínu). Í þessum poka skaltu geyma meiri mat og aukaföt. Enginn matur er nefnilega í boði eftir göngu af sóttvarnaástæðum.

4. Veður og áburður

Þó það sé úrkoma núna á að létta til með deginum og frysta í nótt. Á keppnisdegi verður því hið fínasta veður. Þeir sem eru á skinni eða rifflum geta bara andað rólega. En fyrir þá sem ætla að nota fattáburð verður klísturfæri, a.m.k. obba leiðarinnar.

Við mælum með:

a) Rode: Klísturgrunnur (getur þurft að strauja niður). Multigrade -6 til +6 yfir það. Rossa -2 +5 yfir það.

b) Swix: Klísturgrunnur (getur þurft að strauja niður).  Universal klístur ofan á það og rautt yfir fyrir grófan snjó.

5. Rútuáætlun

Númeraafhending er opin frá 14 til kl. 21 í Edinborgarhúsinu. Rútuáætlun verður birt kl. 21:30 á Facebook og fossavatn.is því ekki er hægt að gefa út áætlun fyrr en allir eru búnir að sækja númerin sín. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um rútur.

6. Verðlaun

Verðlaun eru veitt á tvennan hátt.

Annarsvegar eru úrslit í aldurs- og kynjaflokkum og þá gildir flögutími (þ.e. tími frá því þátttakandi byrjar og þangað til hann kemur í mark). Þessi verðlaun eru send í pósti að göngu lokinni.

Hinsvegar eru heildarúrslit og þá gildir hver er fyrstur í mark óháð því hvenær hann fór af stað. Þetta er hugsað fyrir afreksfólkið, og því er raðað í fyrstu rútu svo allir fari á sama tíma af stað. Verðlaun í þessum flokkum eru veitt fljótlega eftir að fyrstu þrír af hvoru kyni hafa komið í mark.

7. Skema fyrir startsvæðið

Sjá mynd.

8. Seljalandsdalur lokaður frá kl. 21:00 föstudagskvöld

Til að troðararnir hafi gott andrými lokum við Seljalandsdal kl. 21:00 föstudagskvöld. Þeir sem vilja taka skíðin til kostanna seint um kvöldið geta farið upp á Breiðadalsheiði. Vegurinn er fær öllum bílum en keyrið hægt því nokkrar mjög djúpar holur eru á leiðinni. Tengill á staðsetningu á heiðinni..

Aðrar fréttir

Race dates for 2022–25

Dagsetningar Fossavatnsgöngunnar 2022–25

The race dates have been set for the next few years. The date for the 2022 race was set a few years back and will be 2nd April 2022. The free style race will be 31st March 2022. Race dates 2023 and later Historically, Fossavatnsgangan has been held in April or early...

lesa meira
Good news for Fossavatnsgangan

Góðar fréttir fyrir Fossavatnsgönguna

Today's news from health authorities show the good success we've had in our fight against the coronavirus, and pave the way for a simple transportation and starting process on Saturday. Every participant will be assigned a bus departure time. First bus departs at 7:30...

lesa meira
The 2021 races will be held

Göngurnar 2021 verða haldnar

With the approval from Icelandic health authorities, we are now able to continue in our preparation for the next Fossavatnsgangan April 15th –17th. Our races, 12.5 km, 25 km, and 50 km will be held on scheduled time. The total number of participants will be limited to...

lesa meira