Þjóðverjinn Thomas Bing er sigurvegari 50 km Fossavatnsgöngunnar 2025. Thomas sigraði með nokkrum yfirburðum og kom í mark á tímanum 02:15:02.5. Næstur á eftir honum var Svíinn Rickard Ericsson með tímann 02:19:51.4 og í þriðja sæti var Ísfirðingurinn Snorri Einarsson.
Fyrst kvenna í 50 km var Ísfirðingurinn Linda Rós Hannesdóttir á tímanum 03:26:44.3. Næst var Edda Vésteinsdóttir á tímanum 03:44:20.3 og í þriðja sæti Beth Bernhardt frá Bandaríkjunum á 03:46:25.7.


Sigurvegari í 25 km göngu karla var Ísfirðingurinn Eyþór Freyr Árnason, annar var Martin Jancus frá Slóvakíu og þriðji Elías Mar Friðriksson. Í flokki kvenna var María Kristín Ólafsdóttir fyrst, Ingebjørg Kåsen frá Noregi önnur og Kolfinna Íris Rúnarsdóttir þriðja.


Úrslit í heild má finna á www.timataka.net.
Um 460 keppendur voru skráðir í 12,5, 25 og 50 kílómetra Fossavatnsgöngurnar, þar af um 270 í 50 kílómetrana. Það er ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við þátttakendur að þessu sinni, heiðskír himinn, logn og hiti um -3°C.
Þar sem voraði ansi hratt síðustu daga fyrir göngu er 50 kílómetra gangan tveir 25 kílómetra hringir. Það var þó ekki hægt að kvarta undan aðstæðum í sporinu, þar var að mestu harðpakkaður gamall snjór, sem gaf þétt og gott spor.
Úrslit:
50 km kvenna
Name | FIS | YOB | TEAM | NAT | Final time | |
1 | Linda Rós Hannesdóttir | 2003 | SFÍ | ISL | 03:26:44.3 | |
2 | Edda Vésteinsdóttir | 1981 | ISL | 03:44:20.3 | ||
3 | Beth Bernhardt | 1982 | USA | 03:46:25.7 |
50 km karla
Name | FIS | YOB | TEAM | NAT | Final time | |
1 | Thomas Bing | 3200241 | 1990 | DEU | 02:15:02.5 | |
2 | Rickard Ericsson | 3501567 | 1998 | SWE | 02:19:51.4 | |
3 | Snorri Einarsson | 3250038 | 1986 | ISL | 02:20:32.4 |
25 km kvenna
Name | FIS | YOB | TEAM | NAT | Final time | |
1 | María Kristín Ólafsdóttir | 3255054 | 2007 | ISL | 01:38:38.4 | |
2 | Ingebjørg Kåsen | 1975 | ISL | 01:43:19.1 | ||
3 | Kolfinna Íris Rúnarsdóttir | 2001 | FIN | 02:01:19.2 |
25 km karla
Name | FIS | YOB | TEAM | NAT | Final time | |
1 | Eyþór Freyr Árnason | 3250088 | 2008 | SFÍ | ISL | 01:21:34.4 |
2 | Martin Jancus | 1987 | SVK | 01:23:09.5 | ||
3 | Elías Mar Friðriksson | 2009 | ISL | 01:27:14.4 |
12,5 km kvenna
Name | FIS | YOB | TEAM | NAT | Final time | |
1 | Zuzana Holikova | 1999 | CZE | 00:35:56 | ||
2 | Saga Björgvinsdóttir | 2010 | SFÍ | ISL | 00:44:48 | |
3 | Elma Dögg Sigurðardóttir | 2011 | SFS | ISL | 00:47:58 |
12,5 km karla
Name | FIS | YOB | TEAM | NAT | Final time | |
1 | Jökull Ingimundur Hlynsson | 2011 | SFS | ISL | 00:35:32 | |
2 | Heimir Logi Samúelsson | 2010 | SFÍ | ISL | 00:42:16 | |
3 | Sigurður Gunnarsson | 1950 | Knattspyrnufélag Reykjavíkur | ISL | 01:00:08 |