Móttaka fyrir handhafa Worldloppet-passa

Föstudaginn 19. apríl verður móttaka fyrir handhafa Worldloppet-passa í Turnhúsinu, Neðstakaupstað á Ísafirði. Móttakan hefst kl. 18:00 og gestir geta notið léttra veitinga og lifandi tónlistar. Skráning er óþörf.

Fossavatnsgangan er hluti af alþjóðlegu mótaröðinni Worldloppet. Hægt er að kaupa Worldloppet-passa á mótsskrifstofunni í Edinborgarhúsinu, en í hann safna keppendur stimplum úr þeim Worldloppet-keppnum sem þeir taka þátt í.

More news

Allar myndir til sölu

Allar myndir til sölu

Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.

lesa meira
Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira