Gagnlegar upplýsingar fyrir keppendur í 25 og 50 km / Useful information for contestants in 25 and 50 km

Bakpokar

Allra veðra er von í Fossavatnsgöngunni og margt sem getur komið upp á. Af öryggisástæðum er því skylda að bera bakpoka í 25 km og 50 km göngunum á laugardeginum. Ekki er heimilt að nota mittistöskur undir fatnað.

Bakpokinn skal að minnsta kosti innihalda hlýjar buxur, hlýjan jakka, húfu og vettlinga. Auk þess taka flestir með sér einhverja næringu, drykkjarmál eða flösku (ekki eru lengur glös á drykkjarstöðvum), skíðaáburð ef það á við og síma. Pokinn þarf að vera a.m.k. 1,5 kg að þyngd. Starfsmönnum er heimilt að athuga pokann þegar keppendur koma í mark. Reynist pokinn of léttur, innihald hans ekki fullnægjandi, eða ef þátttakandi hefur gengið gönguna án poka bætist 15 mínútna refstitími við lokatíma viðkomandi.

Tímamörk

Við erum með tímamörk í 50 km göngunni. Keppandi verður að vera kominn framhjá drykkjarstöðinni á Heiðinni (ca. 10 km) fyrir kl. 10:30 (miðað við ræsingu á bilinu 08:00–09:00) og svo til baka á sömu stöð á Heiðinni eftir ca. 35 km (fyrir kl. 14:30 miðað við ræsingu 08:00–09:00). Allir sem ná ekki tímamörkum verða stöðvaðir á þessum stöðvum og fluttir að endamarki Seljalandsdal.

Rútur

Á laugardeginum eru einkabílar ekki leyfðir fyrst um sinn því bílastæðin bera það ekki.

Ókeypis rútur ganga upp í startið. Rúturnar fara frá íþróttahúsinu á Torfnesi (kort). Næg bílastæði eru þar, við fótboltavöllinn og við menntaskólann.

Fyrsta rúta fer frá Torfnesi 06:30, og svo á 15 mínútna fresti. Síðasta rúta fer 08:45. Eftir það eru einkabílar leyfðir upp á svæði á meðan bílastæði endast.

Rútur bíða við markið og fara niður á kortersfresti eða þegar þær eru fullar.

Backpacks

As weather conditions can change quickly, all contestants in the 25 and 50 km races on Saturday are required to carry a backpack with the following equipment:

  1. Drink and food for the whole race. Drinking cup or bottle for drinks at the drinking stations (we no longer provide cups at the stations).
  2. Protective clothes (pants, jacket, hat, gloves); imagine if your ski breaks or you twist your ankle in sleet and wind.
  3. kick wax if you’re not using skins

Belts and running vests are not sufficient. The backpack has to be at least 1,5 kg. Staff is authorised to check the weight of the backpack when contestants arrive at the finish line. If it turns out to be lighter than 1,5 kg, its contents is not sufficient or if a contestant is without a backpack 15 minutes will be added to the contestants race time.

Time limits

The 50 km race has the following time limits:

Contestants have to reach the drinking station at Heiðin (approx. 10 km) before 10:30 (with start time between 8:00-9:00) and back to the same station (approx. 35 km) before 14:30. Contestants who do not reach these points within the given time will be stopped and transported back to the finish line.

Buses

On Saturday, private cars are not allowed up at the skiing stadium because of lack of parking space.

Free buses are provided by the race organizers, departing from the sports hall at Torfnes (map). There is ample parking there, by the football field and the high school.

The first bus departs at 06:30 and then every 15 minutes. Last bus departs at 8:45. After that, private cars are allowed up at the skiing stadium.

Buses will be waiting at the finish goal and will leave every 15 minutes or when they have reached their capacity.

More news

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira
Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira