Föstudaginn 19. apríl verður móttaka fyrir handhafa Worldloppet-passa í Turnhúsinu, Neðstakaupstað á Ísafirði. Móttakan hefst kl. 18:00 og gestir geta notið léttra veitinga og lifandi tónlistar. Skráning er óþörf.
Fossavatnsgangan er hluti af alþjóðlegu mótaröðinni Worldloppet. Hægt er að kaupa Worldloppet-passa á mótsskrifstofunni í Edinborgarhúsinu, en í hann safna keppendur stimplum úr þeim Worldloppet-keppnum sem þeir taka þátt í.