Nýjar veðurstöðvar á Windy

Nýlega voru settar upp sérstakar veðurstöðvar á þremur stöðum á Fossavatnsleiðinni sem gefa hitastig, vindstyrk, vindátt og loftþrýsting.

Þessar stöðvar eru Heiðin (í 50 km er það eftir 8 og 33 km, í 25 km göngu er það eftir 8 km), Nónvatn (í 50 km eftir 20 og 26 km) og Miðfellsháls (í 50 km er það eftir 42 km, í 25 km göngu eftir 17 km).

Þau allra hörðustu geta sótt Windy-appið og bætt stöðvunum við sem eftirlæti, og fengið þannig þægilegan aðgang að stöðvunum í símanum.

Þessar stöðvar bætast við veðurstöð sem Veðurstofa Íslands rekur á Seljalandsdal, en svo má einnig skoða Þverfjall, þó það sé talsvert hærra og meira áveðurs en brautin í Fossavatnsgöngunni.

More news

Áburðarþjónusta

Tveir aðilar bjóða upp á áburðarþjónustu fyrir Fossavatnsgönguna. Fjordhub býður upp á sjálfsafgreiðslu, en Einar Birkir og Sveinbjörn bjóða upp á alþjónustu. Notkun á flúoráburði er óheimil í samræmi við alþjóðlegar reglur. Ef þú býður upp á áburðarþjónustu máttu...

lesa meira
Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

Fossavatnsgangan er ein af merkustu skíðakeppnum á Íslandi, sem á sér langa og ríka sögu. Hún er hluti af vaxandi hópi gönguskíðamóta sem laða að bæði áhugamenn og atvinnuíþróttamenn frá öllum heimshornum. Keppnin, sem fram fer í fallegu og stundum grimmu landslagi...

lesa meira