Nýjar veðurstöðvar á Windy

Nýlega voru settar upp sérstakar veðurstöðvar á þremur stöðum á Fossavatnsleiðinni sem gefa hitastig, vindstyrk, vindátt og loftþrýsting.

Þessar stöðvar eru Heiðin (í 50 km er það eftir 8 og 33 km, í 25 km göngu er það eftir 8 km), Nónvatn (í 50 km eftir 20 og 26 km) og Miðfellsháls (í 50 km er það eftir 42 km, í 25 km göngu eftir 17 km).

Þau allra hörðustu geta sótt Windy-appið og bætt stöðvunum við sem eftirlæti, og fengið þannig þægilegan aðgang að stöðvunum í símanum.

Þessar stöðvar bætast við veðurstöð sem Veðurstofa Íslands rekur á Seljalandsdal, en svo má einnig skoða Þverfjall, þó það sé talsvert hærra og meira áveðurs en brautin í Fossavatnsgöngunni.

More news

Skráning hafin fyrir 2024

Skráning hafin fyrir 2024

Samkvæmt hefð opnum við fyrir skráningu í Fossavatnsgönguna 1. ágúst. Það er frábær stemming fyrir næstu hátíð 2024, margar fyrirspurnir erlendis frá og eigum við von á skemmtilegri veislu! Helstu dagsetningar: 27. mars 2024 NæturFossavatn bæði 35 og 70 km með...

lesa meira
Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Búið er að birta um 2.000 ljósmyndir frá Fossavatnsgöngunum 2023. Þær, eins og myndir frá fyrri keppnum, er að finna á vef Ágústs Atlasonar hirðljósmyndara keppninnar. Hægt er að kaupa þær í fullri upplausn fyrir lágt verð.

lesa meira