Nýjar veðurstöðvar á Windy

Nýlega voru settar upp sérstakar veðurstöðvar á þremur stöðum á Fossavatnsleiðinni sem gefa hitastig, vindstyrk, vindátt og loftþrýsting.

Þessar stöðvar eru Heiðin (í 50 km er það eftir 8 og 33 km, í 25 km göngu er það eftir 8 km), Nónvatn (í 50 km eftir 20 og 26 km) og Miðfellsháls (í 50 km er það eftir 42 km, í 25 km göngu eftir 17 km).

Þau allra hörðustu geta sótt Windy-appið og bætt stöðvunum við sem eftirlæti, og fengið þannig þægilegan aðgang að stöðvunum í símanum.

Þessar stöðvar bætast við veðurstöð sem Veðurstofa Íslands rekur á Seljalandsdal, en svo má einnig skoða Þverfjall, þó það sé talsvert hærra og meira áveðurs en brautin í Fossavatnsgöngunni.

More news

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira
Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira