NæturFossavatnið: enn nýrri upplýsingar

English below

Nú eru rúmlega tveir sólarhringar í start í NæturFossavatninu. Í augnablikinu er veðurspáin því miður ekki nákvæmlega eins og við hefðum kosið að hún væri, en við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni og gefa út nánari upplýsingar í hádeginu á morgun, föstudag.

Við viljum þó nota tækifærið og koma á framfæri svolitlum breytingum á tilhögun göngunnar. Vinsamlegast lesið uppfærðan texta hér fyrir neðan.

NæturFossavatnið – uppfærðar upplýsingar.

Keppnin hefst kl. 18:00 og svo verður gengið inn í kvöldið og nóttina. Slökkt verður á lýsingunni á skíðasvæðinu, en þátttakendur ganga með sín eigin ennisljós.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður í tveggja manna liðum (óháð aldri og kyni) og ganga liðsfélagarnir saman alla leið. Ekki má muna meira en 15 sekúndum á þeim í endamarkinu og er það tíminn á seinni manninum sem gildir. Hægt er að velja á milli þess að ganga 70 km eða 35 km (báðir aðilar ganga alla vegalengdina, 70 km gangan er t.d. EKKI þannig að hvor um sig gangi 35 km).

Keppt er með frjálsri aðferð, þ.e.a.s. fólk ræður hvort það gengur hefðbundið eða skautar. Einnig má skipta um aðferð ef fólk vill, en vinsamlegast hafið bara eitt par af skíðum (og öðrum búnaði) fyrir hvora aðferð.  Hægt er að láta ferja aukabúnaðinn upp í farangurshólfið við brautina (sjá hér að neðan).

70 km brautin: Ræst við skíðaskálann á Seljalandsdal. Fyrst er gengin ein „lykkja“ og síðan liggur leiðin upp á Háubrún (sama byrjun og í Fossavatnsgöngunni). Þar er fyrst tekinn stuttur hringur (1,6 km á svæðinu á milli Sandfellslyftu og beygjunnar inn í Alsgaard-beygju) og síðan er lengri hringur genginn 9  sinnum (7,25 km hringur um Brúnir og Eiríksmýri, EKKI er komið niður á neðra svæðið á milli). Í lokin er svo farið aftur niður að skálanum og í mark. Keppendur bera sjálfir ábyrgð á því að telja hringina rétt, en millitímastöð verður staðsett á Háubrún.

35 km brautin: Ræst við skíðaskálann á Seljalandsdal. Fyrst er kláraður 3,3 km hringur á neðra svæðinu en svo er farin sama leið og í 70 km göngunni upp á Háubrún. Þar uppi á efra svæðinu eru svo gengnir fjórir hringir (7,25 km hver, EKKI er komið niður á neðra svæðið á milli) og loks komið aftur niður að skálanum og í mark. Keppendur bera sjálfir ábyrgð á því að telja hringina rétt, en millitímastöð verður staðsett á Háubrún.

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um sína drykki og annað nesti. Farangurinn verður fluttur á sleða frá startinu og í farangurshólf við brautina í 7,25 km hringnum. Þar getur fólk svo stoppað til að næra sig (eða skipta á milli skauta- og hefðbundins búnaðar) þegar  þurfa þykir.  Að keppni lokinni verður farnagurinn svo aftur ferjaður niður á marksvæðið, en þó gæti mögulega þurft að bíða svolítið eftir þeim flutningi.

Hægt er að geyma töskur með þurrum fötum í skíðaskálanum. Þar verður einnig í boði súpa og brauð fyrir alla þáttakendur.

Skráning er enn opin.

Gæti verið mynd af Texti þar sem stendur "NaeturFossavatn 2022 70 km 70 km fara 9 stóra hringi og 1 lítinn Start viá SkíÅheima aá Háubrún 1,9 km 35 km fara 4 stóra hringi 35 km 70 km og 35 km Start viá SkíÅheima og fara 3,3 km niári og síốan sömu leiÅ og lengri vegalengdin aá Háubrún. Háabrún og niáur mark viá SkíÅheima venjulega Fossavatnsgöngu- leiỡ. km Lítill hringur 1,6 km Háabrún- Sandfellslyfta- aá Eiríksmyri og til baka aá Háubrún. (innan bláu línunnar) Stór hringur á Háubrún og Eiríksmyri 7,24 km"
Gæti verið mynd af Texti þar sem stendur "70 km Naeturfossavatn, frjáls aốferő‘. SkíÅheimar Háabrún Stór hringur Lítill hringur Háabrún Mark Hve Hveoft oft 1 9 1 1 7,24 Leiỗ km 1,90 alls 65,16 km 1,60 1,40 Alls 70,06 km 35 km Naeturfossavatn, frjáls aốferő. Hve oft 1 1 4 Leiá km SkíÅheimar SkíÅ‘heimar SkíÅheimar Háabrún Stór hringur Háabrún -Mark 7,24 1 3,30 1.90 alls 28,96 km 1,40 Alls 35,56 km"

English

As we approach the date for the first ever NighFossavatn, the weather forecast is not as favorable as we would have wanted. We are still monitoring the situation and expect to receive a new and reliable forecast around noon tomorrow.  We will then immediately make an announcement about whether we will be able to go ahead with the event as planned or if we have to cancel/delay it.

The NightFossavatn – a few things to keep in mind:

The NightFossavatn is a team event. Each team consists of two skiers (all ages and genders race together). The team must ski the course together and not be more that 15 seconds apart when they cross the finish line.

The floodlights will be turned off at the ski area, so the skiers need to use their own headlamps.

Distances: 70 km and 35 km. Both skiers on each team must ski the full distance.

You are free to use the classic or skating technique. It is also allowed to change techniqe during the race, but please bring only one pare of skis (and other equipment) for each technique. Your skis will be transported to the luggage area for you (see below).

The 70 km course: Start at 18:00 in front of the ski hut at Seljalandsdalur. After around 2 km you come up to the upper plateau where you will first do a small loop, 1,6 km, and then nine bigger loops (7,25 km each) before heading back down to the finish area (same as the start area) to complete the race.

The 35 km course: Start at 18:00 in front of the ski hut at Seljalandsdalur. First you finish a 3,3 km loop before climbing up to the upper plateau where you will ski four loops of 7,25 km. Finally you come back down to the finish area (same as the start area) to complete the race.

Skiers must provide their own drinks and nutrition. Your luggage will be transported for you from the start and up to a luggage area on the higher plateau (in the 7,25 km loop).  During the race you can stop there to eat and drink (and change between classic and skating equipment) as often as you prefer. After the race your luggage will be transported back to the finish area, but please note that there might be a little wait for it, though.

You can also store a bag with dry clothes in the ski hut at the start/finish area. Soup and bread will be on offer for you in the ski hut when you finish the race.

Registration is still open.

is_IS