Fossavatnsgangan hlýtur hvatningarverðlaun

Fossavatnsgangan hlaut á dögunum hvatningarverðlaun íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar, en árlega veitir nefndin þessi verðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Kristbjörn Róbert Sigurjónsson og Birgir Gunnarsson
Skiliríið

Í umsögn segir meðal annars: „Fossavatnsgangan hefur stækkað töluvert undanfarin ár og setur nú mikinn svip á bæjarfélagið ár hvert. Að göngunni kemur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum úr samfélaginu okkar, sem tekur þátt ár eftir ár. Með dugnaði og elju forsvarsmanna keppninnar og sjálfboðliðum tekst þeim að gera þessa sögufrægu skíðagöngukeppni að glæsilegum viðburði, bænum til mikils sóma.“ Kristbjörn Róbert Sigurjónsson—Bobbi—tók við verðlaununum fyrir hönd göngunnar frá Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur formanni nefndarinnar og Birgi Gunnarssyni bæjarstjóra og skíðagöngukappa.

More news

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Búið er að birta um 2.000 ljósmyndir frá Fossavatnsgöngunum 2023. Þær, eins og myndir frá fyrri keppnum, er að finna á vef Ágústs Atlasonar hirðljósmyndara keppninnar. Hægt er að kaupa þær í fullri upplausn fyrir lágt verð.

lesa meira
Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsgangan, stærsta skíðagöngumót landsins, fór fram á Ísafirði í dag, laugardag. Það voru þau Nadja Kaelin frá Sviss og Mathias Aas Rolid frá Noregi sem komu fyrst í mark í kvenna- og karlaflokki í 50 kílómetra göngunni. Efstu Íslendingarnir í göngunni voru þau...

lesa meira