Select Page
Góðar fréttir fyrir Fossavatnsgönguna

Fréttir dagsins um afléttingu sóttvarnaráðstafana eru okkur gleðilegar, því þær sýna að okkur hefur gengið vel í baráttunni við veiruna. Þær auðvelda einnig framkvæmd Fossavatnsgöngunnar verulega. Miklu munar um að hægt er að hafa stærri hópa í hverju start-holli. Við búumst við því að í hverri rútu verði 30 manns og því verði aldrei hætta á að þröngt verði á þingi eða 50 manna hámarkinu verði náð. Fyrstu rútur fara kl. 7:30 og fara svo á tíu mínútna fresti. Rútur fyrir þátttakendur í styttri vegalengdunum geta farið af stað einhverntímann upp úr 10:00. Raðað verður í rútur eftir númeraröð, og því ættu þau sem vilja vera saman að sækja númerin sín saman. Stórir hópar (10+) geta sent okkur tölvupóst til að hægt sé að skipuleggja það vel. Lokaáætlun fyrir rúturnar verður gefin út á föstudagskvöld. Grímuskylda verður í rútum og ekki mikill tími til að koma sér af stað eftir að rútur koma upp á svæði.

Fossavatnsskautið fer fram á fimmtudag með fljótandi starti frá 17:00–17:15. Boðið er upp á rútuferð í Fossavatnsskautið en það þarf á skrá sig í það (ólíkt laugardeginum má koma á einkabílum upp á svæðið á fimmtudeginum).

Barnafossavatnið fer fram í kjölfarið, 5 km kl. 17:20–17:25 og 1 km kl. 17:30–17:35. Við hvetjum foreldra til að skrá börnin sín í það. Velkomið er að fylgja börnum sínum í gegnum brautina. Smelltu hér til að skrá.

Brautin er geggjuð, eins og myndbandið af Snorra Einars síðan í gær sýnir.

Aðrar fréttir

Race dates for 2022–25

Dagsetningar Fossavatnsgöngunnar 2022–25

The race dates have been set for the next few years. The date for the 2022 race was set a few years back and will be 2nd April 2022. The free style race will be 31st March 2022. Race dates 2023 and later Historically, Fossavatnsgangan has been held in April or early...

lesa meira
News package 16th April

Fréttapakki 16. apríl

1. Results The races yesterday went well. See the results here: https://timataka.net/fossavatn2021/ 2. Backpack In the backpack, for safety reasons, participants should have at least: a) drink and food for the whole race b) 1,5 kg of protective extra clothes (pants,...

lesa meira
The 2021 races will be held

Göngurnar 2021 verða haldnar

With the approval from Icelandic health authorities, we are now able to continue in our preparation for the next Fossavatnsgangan April 15th –17th. Our races, 12.5 km, 25 km, and 50 km will be held on scheduled time. The total number of participants will be limited to...

lesa meira