Select Page
Dagsetningar Fossavatnsgöngunnar 2022–25

Búið er að ákveða dagsetningar fyrir göngur næstu ára.

Nokkuð er síðan dagsetningin fyrir 2022 var ákveðin; 2. apríl. Gangan með frjálsri aðferð og stystu göngurnar verða 31. mars. 2nd April 2022. The free style race will be 31st March 2022.

Göngurnar 2023–25

Í gegnum tíðina hefur Fossavatnsgangan verið haldin í apríl eða byrjun maí. Frá 1980 var gengið laugardag eða sunnudag sem næst 1. maí, með nokkrum undantekningum.

Að mörgu er að hyggja við ákvörðun dagsetningar. Snjóalög og veðurfar, Andrésar andar leikarnir (sem byrja sumardaginn fyrsta). first day of summer according to the traditional Icelandic calendar, hvaða dag páska ber upp á og fleira.

Fossavatnsgangan hefur jafnan verið síðasta skíðakeppni vetrarins, en nú þegar Fjallagangan fyrir austan er komin á dagatalið, er ekki lengur svo.

Um mánaðamótin apríl-maí koma stundum nokkrar vikur þar sem fólk víða um land kemst ekki á skíði og snjó tekur upp í fjöllunum við Ísafjörð. Því höfum við viljað færa gönguna aðeins framar en verið hefur.

Laugardagur er besti vikudagurinn, því þá er sunnudagurinn laus til ferðalaga.

Við val á dagsetningum 2023–25 höfum við búið til eftirfarandi reglu (sem tíminn verður að leiða í ljós hvort verði langlíf):

Fossavatnsgangan er haldin síðasta laugardag vetrar nema þegar hann ber upp á páskahelgi, en þá er gangan laugardaginn fyrir pálmasunnudag.

Þetta þýðir að göngur næstu ára verða eftirfarandi daga:

  • 2. apríl 2022 (áður ákveðið)
  • 15. apríl 2023 (skv. nýrri reglu, síðasti laugardagur vetrar)
  • 20. apríl 2024 (skv. nýrri reglu, síðasti laugardagur vetrar)
  • 12. apríl 2025 (skv. nýrri reglu, laugardagur fyrir pálmasunnudag)

Aðrar fréttir

News package 16th April

Fréttapakki 16. apríl

1. Results The races yesterday went well. See the results here: https://timataka.net/fossavatn2021/ 2. Backpack In the backpack, for safety reasons, participants should have at least: a) drink and food for the whole race b) 1,5 kg of protective extra clothes (pants,...

lesa meira
Good news for Fossavatnsgangan

Góðar fréttir fyrir Fossavatnsgönguna

Today's news from health authorities show the good success we've had in our fight against the coronavirus, and pave the way for a simple transportation and starting process on Saturday. Every participant will be assigned a bus departure time. First bus departs at 7:30...

lesa meira
The 2021 races will be held

Göngurnar 2021 verða haldnar

With the approval from Icelandic health authorities, we are now able to continue in our preparation for the next Fossavatnsgangan April 15th –17th. Our races, 12.5 km, 25 km, and 50 km will be held on scheduled time. The total number of participants will be limited to...

lesa meira