
Ferðaskrifstofan Wild Westfjords er opinber ferðaskrifstofa Fossavatnsgöngunnar. Ferðaskrifstofan býður upp á pakka fyrir erlenda gesti sem byrja á alþjóðaflugvellinum í Keflavík.
Í boði er pakki frá 15. apríl til 22. apríl, með skoðunarferðum, ferðalögum og gistingu. Einnig er til pakki eingöngu með gistingu. Hægt er að sérsníða pakkana eftir þörfum og áhuga.