Fossavatnsgangan hlýtur hvatningarverðlaun

Fossavatnsgangan hlaut á dögunum hvatningarverðlaun íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar, en árlega veitir nefndin þessi verðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Kristbjörn Róbert Sigurjónsson og Birgir Gunnarsson
Skiliríið

Í umsögn segir meðal annars: „Fossavatnsgangan hefur stækkað töluvert undanfarin ár og setur nú mikinn svip á bæjarfélagið ár hvert. Að göngunni kemur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum úr samfélaginu okkar, sem tekur þátt ár eftir ár. Með dugnaði og elju forsvarsmanna keppninnar og sjálfboðliðum tekst þeim að gera þessa sögufrægu skíðagöngukeppni að glæsilegum viðburði, bænum til mikils sóma.“ Kristbjörn Róbert Sigurjónsson—Bobbi—tók við verðlaununum fyrir hönd göngunnar frá Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur formanni nefndarinnar og Birgi Gunnarssyni bæjarstjóra og skíðagöngukappa.

More news

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira
Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira