Author: Gylfi Ólafsson

  • Endasprettur skar úr um sigurvegara karla í Fossavatnsskautinu

    Endasprettur skar úr um sigurvegara karla í Fossavatnsskautinu

    Æsispennandi endasprettur skar úr um sigurvegara í Fossavatnsskauti karla fyrr í kvöld. Einar Árni Gíslason var mínútu á eftir Degi Benediktssyni og Snorra Einarssyni eftir fyrstu millitíma, en náði þeim í seinni millitímum. Þeir komu þrír brunandi ofan af Eiríksmýri og eftir Bankastjórabeygjuna varð ljóst að Einar myndi hafa þá Dag og Snorra. Í kvennaflokki…

  • Snjór, veður og brautir

    Snjór, veður og brautir

    Það hefur vorað ansi hratt í Skutulsfirðinum síðustu daga og næstu daga mun hlána frekar. Aðfaranótt laugardags mun þó frysta og er gert ráð fyrir dýrðarinnar veðri á laugardag. Brautarstjórar hafa ráðið ráðum sínum og staðan á göngusvæðinu er þannig að ekki verður hægt að troða 50 km hringinn, heldur verða gengnir tveir 25 km…

  • Fossavatnsgöngunni aldrei aflýst vegna snjóleysis

    Fossavatnsgöngunni aldrei aflýst vegna snjóleysis

    Við höfum verið að fara í gegnum 90 ára sögu Fossavatnsgöngunnar og veittum einu sérstaka athygli. Það er að í gegnum tíðina hefur göngunni aldrei verið aflýst. Stundum, eins og árið 2019 (sjá mynd) hefur gangan verið flutt upp á Breiðadalsheiði, og stundum eru gerðar breytingar á legu brautarinnar, en það er alltaf nógur snjór.…

  • Anders Aukland tekur þátt 2025

    Anders Aukland tekur þátt 2025

    Norski skíðagöngumaðurinn Anders Aukland hefur boðað komu sína í Fossavatnsgönguna í apríl næstkomandi.  Aukland á stórglæsilegan feril að baki, en hann var m.a. í boðgöngusveit Norðmanna sem vann gull á Ólympíuleikunum árið 2002 og heimsmeistaramótinu 2003. Hann komst þrettán sinnum á verðlaunapall á heimsbikarmótum og hefur sigrað í þremur nafntoguðustu skíðagöngumótum heims, Vasagöngunni, Birkibeinagöngunni og…

  • Allar myndir til sölu

    Allar myndir til sölu

    Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.

  • Kitti Muggs, minning

    Kitti Muggs, minning

    Kristján Rafn Guðmundsson, Kitti Muggs, verður borinn til grafar í dag, föstudag 19. apríl. Hann var skíðamaður af hinni miklu skíðaætt af Grænagarði og steig fyrst á skíði fjögurra ára gamall. Eftir það varð ekki aftur snúið. Keppni, æfingar og ýmislegt skíðastúss var stór hluti af lífi hans alla tíð síðan. Kitti átti glæstan feril…

  • Áburðarþjónusta

    Tveir aðilar bjóða upp á áburðarþjónustu fyrir Fossavatnsgönguna. Fjordhub býður upp á sjálfsafgreiðslu, en Einar Birkir og Sveinbjörn bjóða upp á alþjónustu. Notkun á flúoráburði er óheimil í samræmi við alþjóðlegar reglur. Ef þú býður upp á áburðarþjónustu máttu láta okkur vita.

  • Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

    Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

    Fossavatnsgangan er ein af merkustu skíðakeppnum á Íslandi, sem á sér langa og ríka sögu. Hún er hluti af vaxandi hópi gönguskíðamóta sem laða að bæði áhugamenn og atvinnuíþróttamenn frá öllum heimshornum. Keppnin, sem fram fer í fallegu og stundum grimmu landslagi Vestfjarða, býður upp á einstaka blöndu af íþróttum, ævintýri og náttúruupplifun. Hertz bílaleiga…

  • Sveinbjörn og Grétar Smári sigruðu NæturFossavatnið

    Sveinbjörn og Grétar Smári sigruðu NæturFossavatnið

    NæturFossavatnið fór fram 27. mars og aðfaranótt þess 28. Gangan fór fram í hrollköldum en prýðilegum aðstæðum á Seljalandsdal. Sigurvegarar í 35 km göngu 1. Sveinbjörn Orri Heimisson og Grétar Smári Samúelsson 2. Eyþór Freyr Árnason og Hjalti Böðvarsson 3. Daníel Jakobsson og Samúel Orri Stefánsson Sigurvegarar í 70 km göngu 1. Alice Moran og…

  • Úr gagnagrunni Fossavatnsgöngunnar: grein í Skíðablaðinu 2024

    Úr gagnagrunni Fossavatnsgöngunnar: grein í Skíðablaðinu 2024

    Í skíðablaðinu 2024 (sem hægt er að lesa á Snjor.is ásamt öllum eldri Skíðablöðum) er grein með ýmsum upplýsingum um gagnagrunn Fossavatnsgöngunnar. Greinin hefst á bls. 13, en er birt hér til gamans, lítið eitt aukin. Auk þess hefur verið skilið betur í sundur milli alnafna, en Sigurður Jónsson (Búbbi prentari) var í prentaðri útgáfu…

is_IS