Author: Gylfi Ólafsson

  • Anders Aukland tekur þátt 2025

    Anders Aukland tekur þátt 2025

    Norski skíðagöngumaðurinn Anders Aukland hefur boðað komu sína í Fossavatnsgönguna í apríl næstkomandi.  Aukland á stórglæsilegan feril að baki, en hann var m.a. í boðgöngusveit Norðmanna sem vann gull á Ólympíuleikunum árið 2002 og heimsmeistaramótinu 2003. Hann komst þrettán sinnum á verðlaunapall á heimsbikarmótum og hefur sigrað í þremur nafntoguðustu skíðagöngumótum heims, Vasagöngunni, Birkibeinagöngunni og…

  • Allar myndir til sölu

    Allar myndir til sölu

    Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.

  • Kitti Muggs, minning

    Kitti Muggs, minning

    Kristján Rafn Guðmundsson, Kitti Muggs, verður borinn til grafar í dag, föstudag 19. apríl. Hann var skíðamaður af hinni miklu skíðaætt af Grænagarði og steig fyrst á skíði fjögurra ára gamall. Eftir það varð ekki aftur snúið. Keppni, æfingar og ýmislegt skíðastúss var stór hluti af lífi hans alla tíð síðan. Kitti átti glæstan feril…

  • Áburðarþjónusta

    Tveir aðilar bjóða upp á áburðarþjónustu fyrir Fossavatnsgönguna. Fjordhub býður upp á sjálfsafgreiðslu, en Einar Birkir og Sveinbjörn bjóða upp á alþjónustu. Notkun á flúoráburði er óheimil í samræmi við alþjóðlegar reglur. Ef þú býður upp á áburðarþjónustu máttu láta okkur vita.

  • Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

    Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

    Fossavatnsgangan er ein af merkustu skíðakeppnum á Íslandi, sem á sér langa og ríka sögu. Hún er hluti af vaxandi hópi gönguskíðamóta sem laða að bæði áhugamenn og atvinnuíþróttamenn frá öllum heimshornum. Keppnin, sem fram fer í fallegu og stundum grimmu landslagi Vestfjarða, býður upp á einstaka blöndu af íþróttum, ævintýri og náttúruupplifun. Hertz bílaleiga…

  • Sveinbjörn og Grétar Smári sigruðu NæturFossavatnið

    Sveinbjörn og Grétar Smári sigruðu NæturFossavatnið

    NæturFossavatnið fór fram 27. mars og aðfaranótt þess 28. Gangan fór fram í hrollköldum en prýðilegum aðstæðum á Seljalandsdal. Sigurvegarar í 35 km göngu 1. Sveinbjörn Orri Heimisson og Grétar Smári Samúelsson 2. Eyþór Freyr Árnason og Hjalti Böðvarsson 3. Daníel Jakobsson og Samúel Orri Stefánsson Sigurvegarar í 70 km göngu 1. Alice Moran og…

  • Úr gagnagrunni Fossavatnsgöngunnar: grein í Skíðablaðinu 2024

    Úr gagnagrunni Fossavatnsgöngunnar: grein í Skíðablaðinu 2024

    Í skíðablaðinu 2024 (sem hægt er að lesa á Snjor.is ásamt öllum eldri Skíðablöðum) er grein með ýmsum upplýsingum um gagnagrunn Fossavatnsgöngunnar. Greinin hefst á bls. 13, en er birt hér til gamans, lítið eitt aukin. Auk þess hefur verið skilið betur í sundur milli alnafna, en Sigurður Jónsson (Búbbi prentari) var í prentaðri útgáfu…

  • Góð snjóalög

    Góð snjóalög

    Þetta er Steinninn með stóru s-i. Steinninn er í Engidal, nálægt Fossavatninu, og var kennileiti við upphaf göngunnar alla tíð frá 1935. Síðan gangan var lengd upp í 50 km. liðast brautin frá Seljalandsdal og út að Steini og til baka aftur, og er Steinninn þá miðpunktur göngunnar. Þröstur Jó, brautarstjóri, fór nýlega að kanna…

  • Happadrætti fram að áramótum

    Happadrætti fram að áramótum

    Allir sem skrá sig til leiks fram að áramótum fara í pott sem dregið verður úr í janúar. Tveir heppnir þátttakendur fá frítt í gönguna 2025. Ódýrara er að skrá sig snemma, eins og sjá má á verðskránni.

  • Wild Westfjords er opinber ferðaskrifstofa Fossavatnsgöngunnar

    Wild Westfjords er opinber ferðaskrifstofa Fossavatnsgöngunnar

    Ferðaskrifstofan Wild Westfjords er opinber ferðaskrifstofa Fossavatnsgöngunnar. Ferðaskrifstofan býður upp á pakka fyrir erlenda gesti sem byrja á alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Í boði er pakki frá 15. apríl til 22. apríl, með skoðunarferðum, ferðalögum og gistingu. Einnig er til pakki eingöngu með gistingu. Hægt er að sérsníða pakkana eftir þörfum og áhuga.

is_IS