Fossavatnsgangan sýnd beint í fyrsta sinn

Fossavatnsgangan hefur gert samning við rekstrarfélag Ski Classics, WSAB, um beina útsendingu frá Fossavatnsgöngunni 2024. Hingað til lands mun koma teymi og sérhæfður tækjabúnaður til myndatöku og útsendingar um allan heim.

Ski Classics er mótaröð 60 skíðagöngukeppna í fjórum heimsálfum þar sem atvinnumenn og leikmenn keppa hlið við hlið. Allar stærstu skíðakeppnir heims eru hluti af mótaröðinni, þar með talin Vasagangan í Svíþjóð.

Að sögn Bobba, Kristbjörns Róberts Sigurjónssonar, stjórnarmanns Fossavatnsgöngunnar verður útsendingin mikil lyftistöng fyrir Fossavatnsgönguna. „Hún eykur sýnileika okkar út á við og lyftir deginum á hærra plan,“ segir Bobbi.

Hægt er að horfa á útsendinguna á SC Play.

Sértilboð (uppfært 19. apríl)

Með því að nota þennan tengil kostar fyrsti mánuðurinn €1 en fer sjálfkrafa í fullt verð að þeim mánuði loknum.

Með því að nota þennan tengil færðu 50% afslátt af fyrsta árinu.

is_IS