Góð snjóalög

Þetta er Steinninn með stóru s-i. Steinninn er í Engidal, nálægt Fossavatninu, og var kennileiti við upphaf göngunnar alla tíð frá 1935. Síðan gangan var lengd upp í 50 km. liðast brautin frá Seljalandsdal og út að Steini og til baka aftur, og er Steinninn þá miðpunktur göngunnar. Þröstur Jó, brautarstjóri, fór nýlega að kanna snjóalög og var hann ánægður með útlitið. Eins og þátttakendur hafa gert í gegnum tíðina, ber vindurinn mikla virðingu fyrir Steininum, svo mjög að snjó er ekki leyft að setjast rétt í kringum hann.

Snjóalög eru prýðileg og allt útlit fyrir góða Fossavatnsgöngu.

More news

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira
Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira