Góð snjóalög

Þetta er Steinninn með stóru s-i. Steinninn er í Engidal, nálægt Fossavatninu, og var kennileiti við upphaf göngunnar alla tíð frá 1935. Síðan gangan var lengd upp í 50 km. liðast brautin frá Seljalandsdal og út að Steini og til baka aftur, og er Steinninn þá miðpunktur göngunnar. Þröstur Jó, brautarstjóri, fór nýlega að kanna snjóalög og var hann ánægður með útlitið. Eins og þátttakendur hafa gert í gegnum tíðina, ber vindurinn mikla virðingu fyrir Steininum, svo mjög að snjó er ekki leyft að setjast rétt í kringum hann.

Snjóalög eru prýðileg og allt útlit fyrir góða Fossavatnsgöngu.

More news

Áburðarþjónusta

Tveir aðilar bjóða upp á áburðarþjónustu fyrir Fossavatnsgönguna. Fjordhub býður upp á sjálfsafgreiðslu, en Einar Birkir og Sveinbjörn bjóða upp á alþjónustu. Notkun á flúoráburði er óheimil í samræmi við alþjóðlegar reglur. Ef þú býður upp á áburðarþjónustu máttu...

lesa meira
Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

Fossavatnsgangan er ein af merkustu skíðakeppnum á Íslandi, sem á sér langa og ríka sögu. Hún er hluti af vaxandi hópi gönguskíðamóta sem laða að bæði áhugamenn og atvinnuíþróttamenn frá öllum heimshornum. Keppnin, sem fram fer í fallegu og stundum grimmu landslagi...

lesa meira