Styttist í Fossavatnsgönguna: start og mark á Seljalandsdal

Nú styttist í að veislan hefjist. Brautarstarfsmenn og troðarakappar skíðasvæðisins hafa unnið baki brotnu við að tryggja að gangan geti farið fram þrátt fyrir að snjór hafi minnkað meira en við hefðum kosið. Eftir fund í gær var eftirfarandi ákveðið:

• Fossavatnsgangan fer fram eins og að var stefnt.

Start og mark verða á hefðbundnum stað á Seljalandsdal.

• 50 km verða í einum u.þ.b. 46 km hring.

• 25 km (bæði hefðbundið og skaut) verða u.þ.b. 24 km.

• 12,5 km verða u.þ.b. 9 km.

• 5 km gangan á fimmtudeginum verða u.þ.b. 4 km.

Rástímum hefur verið breytt lítillega frá því sem áður var auglýst:

Fimmtudagur:

• 25 km og 5 km fara af stað kl. 17:00

• 1 km fer af stað kl. 17:15.

Laugardagur:

• Startið í 50 km göngunni verður opið kl. 08:00-08:30

• Startið í 25 km og 12,5 km verður opið 08:30-09:00

Fleiri gagnlegar upplýsingar má finna í sérstöku Fossavatnsgöngublaði.

Nýjustu fréttir eru jafnan fyrst settar inn á Facebook og hingað á heimasíðuna í kjölfarið.

More news

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Búið er að birta um 2.000 ljósmyndir frá Fossavatnsgöngunum 2023. Þær, eins og myndir frá fyrri keppnum, er að finna á vef Ágústs Atlasonar hirðljósmyndara keppninnar. Hægt er að kaupa þær í fullri upplausn fyrir lágt verð.

lesa meira
Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsgangan, stærsta skíðagöngumót landsins, fór fram á Ísafirði í dag, laugardag. Það voru þau Nadja Kaelin frá Sviss og Mathias Aas Rolid frá Noregi sem komu fyrst í mark í kvenna- og karlaflokki í 50 kílómetra göngunni. Efstu Íslendingarnir í göngunni voru þau...

lesa meira