Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsgangan, stærsta skíðagöngumót landsins, fór fram á Ísafirði í dag, laugardag. Það voru þau Nadja Kaelin frá Sviss og Mathias Aas Rolid frá Noregi sem komu fyrst í mark í kvenna- og karlaflokki í 50 kílómetra göngunni. Efstu Íslendingarnir í göngunni voru þau Snorri Einarsson frá Ísafirði og Andrea Kolbeinsdóttir frá Reykjavík.

Alls 300 keppendur voru mættir á ráslínuna fyrir 50 kílómetra gönguna klukkan 8 í morgun en þar að auki voru 92 keppendur í 25 kílómetra göngunni og 37 í 12,5 kílómetra göngunni. Vegna leysinga undanfarnar vikur þurftu skipuleggjendur göngunnar og starfsfólk skíðasvæðisins á Ísafirði að vera lausnamiðaðir í lagningu brautanna, og raunar voru brautirnar allar styttri en venjulega; 50 km brautin var um 46 km, 25 km brautin var um 24 km og 12,5 km brautin var um 9 km. Þrátt fyrir skort á nýjum snjó voru aðstæður í brautunum nokkuð góðar, með hröðu rennsli í efstu brekkunum.

Úrslit

50 km

F

1. Nadja Kaelin CHE – 02:26:15.3

2. Elisabeth Schicho DEU – 02:34:29.2

3. Andrea Kolbeinsdóttir ISL – 02:42:12.6    

M

1. Mathias Aas Rolid NOR – 02:04:01.5

2. Petter Soleng Skinstad NOR – 02:06:41.6

3. Ilya Chernousov CHE – 02:07:47.4

25 km

F

1. Árný Helga Birkisdóttir ISL – 01:41:53

2. Sigríður Gísladóttir ISL – 01:54:05

3. Nina Simonsen Veggum NOR – 01:58:11

M

1. Grétar Smári Samúelsson ISL – 01:16:26

2. Hjalti Böðvarsson ISL – 01:27:38

3. Sigurjón Hallgrímsson ISL – 01:33:13

12,5 km

F

1. Dagný Emma Kristinsdóttir ISL – 00:32:49

2. María Sif Hlynsdóttir ISL – 00:40:07

3. Sölvey Marie Tómasdóttir ISL – 00:44:38

M

1. Birkir Kári Gíslason ISL – 00:36:04

2. Heimir Logi Samúelsson ISL – 00:38:31

3. Þorkell Máni Erlingsson ISL – 00:38:49

More news

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Búið er að birta um 2.000 ljósmyndir frá Fossavatnsgöngunum 2023. Þær, eins og myndir frá fyrri keppnum, er að finna á vef Ágústs Atlasonar hirðljósmyndara keppninnar. Hægt er að kaupa þær í fullri upplausn fyrir lágt verð.

lesa meira
Áburðarráð 2023 / Waxing recommendations 2023

Áburðarráð 2023 / Waxing recommendations 2023

Áburðarráð sérfræðinganna fyrir göngurnar á laugardeginum eru hér: Everest — Swix Ráðin frá Everest byggjast á prufugöngum föstudaginn 14. apríl kl. 08:00-12:00. Veðurspá fyrir morgundaginn GLIDE 1: Racing: Iron Swix DHBFF Marathon into the base of the ski. Let the...

lesa meira