Tímataka í keppnunum

Ísfirska fyrirtækið Tímataka.net sér um að taka tímann í keppnunum okkar. Úrslitin má nálgast í rauntíma en einnig er hægt að sjá hvernig keppendum miðar, þar á meðal áætlaðan lokatíma, á urslit.fossavatn.is.

Tímatökuflagan er á númerinu og sú hlið númersins sem flagan er á ætti að snúa fram og vera vel sýnileg þegar farið er yfir tímatökumotturnar. Mjög mikilvægt er að brjóta númerið ekki saman til að skemma ekki tímatökuflöguna.

Fljótandi start er í göngunum á laugardeginum en fyrsta hollið í ræsingu í hverri vegalengd verður með sama starttíma eða svo kallaðan „byssutíma“. Allir keppendur fá flögutíma sem er mældur frá því þátttakandi fer yfir tímatökumottuna í byrjun göngu.

Byssutíminn er sá tími sem gildir til úrslita í göngunni og því hvetjum við þátttakendur sem eru að keppa til sigurs að mæta í fyrsta ráshóp.

Millitímar eru teknir á drykkjarstöðvum í brautinni; á Búrfelli, Heiðinni og Nónvatni.

Flögutímann fá allir sem skrá farsímanúmerið sitt við skráningu sendan með sms skilaboðum stuttu eftir að þeir koma í mark.

More news

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira
Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira