KrakkaFossavatnið og FjölskylduFossavatnið

Við hlökkum til að taka á móti fjölskyldufólkinu í KrakkaFossavatnið og FjölskylduFossavatnið á morgun, fimmtudag!

Ræsing:
FjölskylduFossavatn: 17:15
KrakkaFossavatn: 17:30

Þátttakendur í Fjölskyldu- og KrakkaFossavatninu þurfa ekki að koma með rútu en fyrir þau sem það kjósa stendur til boða að taka rútu frá íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 16:00. Rútan fer aftur niður í bæ kl. 19:00.

Þau sem eru skráð í FjölskylduFossavatnið (5 km) geta sótt skráningargögn á mótsskrifstofuna í Edinborgarhúsinu frá kl. 12 á fimmtudag. Þau sem ætla í KrakkaFossavatnið (1 km) fá númer afhent uppi á svæði.

More news

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Búið er að birta um 2.000 ljósmyndir frá Fossavatnsgöngunum 2023. Þær, eins og myndir frá fyrri keppnum, er að finna á vef Ágústs Atlasonar hirðljósmyndara keppninnar. Hægt er að kaupa þær í fullri upplausn fyrir lágt verð.

lesa meira
Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsgangan, stærsta skíðagöngumót landsins, fór fram á Ísafirði í dag, laugardag. Það voru þau Nadja Kaelin frá Sviss og Mathias Aas Rolid frá Noregi sem komu fyrst í mark í kvenna- og karlaflokki í 50 kílómetra göngunni. Efstu Íslendingarnir í göngunni voru þau...

lesa meira