Veðurupplýsingar 1. apríl / Weather Forecast April 1st

Veðurútlit næstu daga í 300–750 m hæð

Föstudagur 1. apríl
Hægviðri og breytileg átt til hádegis. Vindur eykst jafnt og þétt eftir hádegi og byrjar að snjóa eða élja seinnipartinn ofan 500 m. Neðar verður úrkoma minni en í formi rigningar eða slyddu. Vindur 7–10 m/s klukkan 15. Áframhaldandi gjóla og él fram á kvöld.

Laugardagur 2. apríl
Suðlæg átt, 5 – 8 m/s um klukkan 8 en hægist þegar líður á morguninn. Hægviðri eftir hádegi. Smávægilegar skúrir eða slydduél til hádegis en að mestu þurrt en skýjað eftir hádegi.
Hiti á Seljalandsdal í kringum +3 til +5 allan daginn og +1 til +3 efst uppi. Hiti hækkar eitthvað og fer að rigna eftir klukkan 15 á öllu svæðinu. Áfram tiltölulega hæg sunnanátt.

Weather forecast at 300-750 m altitude

Friday, April 1st
Light wind or almost calm in the morning. Wind speed slowly increases after noon and snowfall, or snow showers start above 500 m asl. Below 500 meters less precipitation is expected but it will be rain or sleet. Wind speed 7 – 10 m/s at 15. Similar wind speed and precipitation into the night.

Saturday, April 2nd
Southerly winds 5 – 8 m/s at 8 but winds calm slowly till noon and calm after noon. Some rain showers before noon but mostly dry and overcast in the afternoon. Temperature at the start around +3 to +5 °C and +1 to +3 at the top. Temperature will increase and rain starts at around 15 but still calm.

31. mars 11:40

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur MSc.

More news

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira
Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá og áburðarráð

Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m...

lesa meira