KrakkaFossavatnið og FjölskylduFossavatnið

Við hlökkum til að taka á móti fjölskyldufólkinu í KrakkaFossavatnið og FjölskylduFossavatnið á morgun, fimmtudag!

Ræsing:
FjölskylduFossavatn: 17:15
KrakkaFossavatn: 17:30

Þátttakendur í Fjölskyldu- og KrakkaFossavatninu þurfa ekki að koma með rútu en fyrir þau sem það kjósa stendur til boða að taka rútu frá íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 16:00. Rútan fer aftur niður í bæ kl. 19:00.

Þau sem eru skráð í FjölskylduFossavatnið (5 km) geta sótt skráningargögn á mótsskrifstofuna í Edinborgarhúsinu frá kl. 12 á fimmtudag. Þau sem ætla í KrakkaFossavatnið (1 km) fá númer afhent uppi á svæði.

More news

Allar myndir til sölu

Allar myndir til sölu

Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.

lesa meira
Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira