Allt sem þú þarft að vita fyrir Fossavatnsskautið / Info about Fossavatnsgangan Free Style

Fossavatnsskautið fer fram fimmtudaginn 31. mars. Hægt er að sækja keppnisgögn á skráningarskrifstofunni frá kl. 12 sama dag.

Ekki fljótandi start: Allir þátttakendur hefja keppni á sama tíma. Ræsing er kl. 17.

Rútuferðir: Nægt pláss er á bílastæðum í tengslum við Fossavatnsskautið en boðið verður upp á rútu frá Torfnesi kl. 16 og aftur til baka kl. 19.

Geymdu fatatöskuna í skíðaskálanum: Nóg pláss er til að geyma fatatöskur í skíðaskálanum, úti eða í áburðarskálanum.

Engin bakpokaskylda: Ekki er skylda að bera bakpoka eins og á laugardeginum.

Engin tímamörk: Ekki er sérstakur hámarkstími í göngunni.

Kaffihlaðborð og verðlaunaafhending: Veglegt kaffihlaðborð fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi frá 15:00-17:00 á laugardeginum. Hlaðborðið er innifalið í þátttökugjaldinu í Fossavatnsskautinu.
Verðlaun fyrir efstu sæti í karla- og kvennaflokki eru veitt strax að göngu lokinni, en aldursflokkaverðlaun eru veitt á kaffihlaðborðinu, um kl. 16:00.

Nánari upplýsingar

Fossavatnsgangan Free Style takes place on Thursday March 31st. Bibs are handed out at the race office from 12 o’clock the same day.

Start time: The race starts at 17:00 and all participants start at the same time.

Getting there: There are sufficient parking spaces for private cars at the start point of Fossavatn Free Style competition but participants can also take the bus from Torfnes Sports Hall at 16:00 and back at 19:00.

Store your stuff at the ski hut: There is plenty of space to store your backpack, clothes etc. at the ski hut, outside or the wax cabin.

No backpack requirements: Participants are not required to race with a backpack, unlike in the races on Saturday.

Cake buffet and prize ceremony: The famous post-race cake buffet takes place at Torfnes sports hall on Saturday April 2nd between 15:00 and 17:00 and is included in the registration fee for the free style competition.
Prizes are handed out for the winners in male and female categories directly after the race but prizes for each age category are handed out during the cake buffet at approximately 16:00.

More news

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Búið er að birta um 2.000 ljósmyndir frá Fossavatnsgöngunum 2023. Þær, eins og myndir frá fyrri keppnum, er að finna á vef Ágústs Atlasonar hirðljósmyndara keppninnar. Hægt er að kaupa þær í fullri upplausn fyrir lágt verð.

lesa meira
Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsgangan, stærsta skíðagöngumót landsins, fór fram á Ísafirði í dag, laugardag. Það voru þau Nadja Kaelin frá Sviss og Mathias Aas Rolid frá Noregi sem komu fyrst í mark í kvenna- og karlaflokki í 50 kílómetra göngunni. Efstu Íslendingarnir í göngunni voru þau...

lesa meira