Category: Uncategorized
-
Skráning hefst 1. ágúst
Skráning í göngur ársins 2026 hefst 1. ágúst kl. 12:00. Fram að því mun efnið hér á vefsíðunni smám saman uppfærast til samræmis við nýtt ár.
-
Ljósmyndir tilbúnar til kaups
Ágúst Atlason og fjölskylda hans tóku ljósmyndir alla helgina. Þær eru tilbúnar til kaups á vef hans.
-
Thomas Bing sigrar Fossavatnsgönguna 2025
Þjóðverjinn Thomas Bing sigraði 50 km Fossavatnsgönguna 2025.
-
Veðurspá og áburðarráð 2025
Veður Blönduð úrkoma í kvöld, föstudag, rigning, slydda eða snjór. Kólnar, lægir og styttir upp í nótt. Hálfskýjað en birtir alveg með deginum á morgun. Frost til fjalla snemma morguns en skríður hratt yfir frostmark með deginum. Muna sólarvörn! Á forsíðunni hér á vefnum sérðu tengla á veðurstöðvar sem gangan hefur sett upp á lykilstöðum.…
-
Endasprettur skar úr um sigurvegara karla í Fossavatnsskautinu
Æsispennandi endasprettur skar úr um sigurvegara í Fossavatnsskauti karla fyrr í kvöld. Einar Árni Gíslason var mínútu á eftir Degi Benediktssyni og Snorra Einarssyni eftir fyrstu millitíma, en náði þeim í seinni millitímum. Þeir komu þrír brunandi ofan af Eiríksmýri og eftir Bankastjórabeygjuna varð ljóst að Einar myndi hafa þá Dag og Snorra. Í kvennaflokki…
-
Snjór, veður og brautir
Það hefur vorað ansi hratt í Skutulsfirðinum síðustu daga og næstu daga mun hlána frekar. Aðfaranótt laugardags mun þó frysta og er gert ráð fyrir dýrðarinnar veðri á laugardag. Brautarstjórar hafa ráðið ráðum sínum og staðan á göngusvæðinu er þannig að ekki verður hægt að troða 50 km hringinn, heldur verða gengnir tveir 25 km…
-
Ástríða fyrir skíðagöngu og ævintýraþrá: Worldloppet-reynslubolti segir frá
Viðtal við Worldloppet-reynsluboltann Grant McLeod. Skíðaganga hefur verið mikilvægur hluti af lífi Kanadamannsins Grant McLeod um áratugaskeið. Hann steig fyrst á skíði í byrjun áttunda áratugarins og eftir það varð ekki aftur snúið, hann tók að sér skíðakennslu, þjálfaði félagslið í heimabæ sínum og hóf þátttöku í lengri göngum. Árið 1985 heyrði Grant fyrst af…
-
Fossavatnsgöngunni aldrei aflýst vegna snjóleysis
Við höfum verið að fara í gegnum 90 ára sögu Fossavatnsgöngunnar og veittum einu sérstaka athygli. Það er að í gegnum tíðina hefur göngunni aldrei verið aflýst. Stundum, eins og árið 2019 (sjá mynd) hefur gangan verið flutt upp á Breiðadalsheiði, og stundum eru gerðar breytingar á legu brautarinnar, en það er alltaf nógur snjór.…
-
Anders Aukland tekur þátt 2025
Norski skíðagöngumaðurinn Anders Aukland hefur boðað komu sína í Fossavatnsgönguna í apríl næstkomandi. Aukland á stórglæsilegan feril að baki, en hann var m.a. í boðgöngusveit Norðmanna sem vann gull á Ólympíuleikunum árið 2002 og heimsmeistaramótinu 2003. Hann komst þrettán sinnum á verðlaunapall á heimsbikarmótum og hefur sigrað í þremur nafntoguðustu skíðagöngumótum heims, Vasagöngunni, Birkibeinagöngunni og…
-
Allar myndir til sölu
Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.