Category: Uncategorized
-
Endasprettur skar úr um sigurvegara karla í Fossavatnsskautinu
Æsispennandi endasprettur skar úr um sigurvegara í Fossavatnsskauti karla fyrr í kvöld. Einar Árni Gíslason var mínútu á eftir Degi Benediktssyni og Snorra Einarssyni eftir fyrstu millitíma, en náði þeim í seinni millitímum. Þeir komu þrír brunandi ofan af Eiríksmýri og eftir Bankastjórabeygjuna varð ljóst að Einar myndi hafa þá Dag og Snorra. Í kvennaflokki…
-
Snjór, veður og brautir
Það hefur vorað ansi hratt í Skutulsfirðinum síðustu daga og næstu daga mun hlána frekar. Aðfaranótt laugardags mun þó frysta og er gert ráð fyrir dýrðarinnar veðri á laugardag. Brautarstjórar hafa ráðið ráðum sínum og staðan á göngusvæðinu er þannig að ekki verður hægt að troða 50 km hringinn, heldur verða gengnir tveir 25 km…
-
Ástríða fyrir skíðagöngu og ævintýraþrá: Worldloppet-reynslubolti segir frá
Viðtal við Worldloppet-reynsluboltann Grant McLeod. Skíðaganga hefur verið mikilvægur hluti af lífi Kanadamannsins Grant McLeod um áratugaskeið. Hann steig fyrst á skíði í byrjun áttunda áratugarins og eftir það varð ekki aftur snúið, hann tók að sér skíðakennslu, þjálfaði félagslið í heimabæ sínum og hóf þátttöku í lengri göngum. Árið 1985 heyrði Grant fyrst af…
-
Fossavatnsgöngunni aldrei aflýst vegna snjóleysis
Við höfum verið að fara í gegnum 90 ára sögu Fossavatnsgöngunnar og veittum einu sérstaka athygli. Það er að í gegnum tíðina hefur göngunni aldrei verið aflýst. Stundum, eins og árið 2019 (sjá mynd) hefur gangan verið flutt upp á Breiðadalsheiði, og stundum eru gerðar breytingar á legu brautarinnar, en það er alltaf nógur snjór.…
-
Anders Aukland tekur þátt 2025
Norski skíðagöngumaðurinn Anders Aukland hefur boðað komu sína í Fossavatnsgönguna í apríl næstkomandi. Aukland á stórglæsilegan feril að baki, en hann var m.a. í boðgöngusveit Norðmanna sem vann gull á Ólympíuleikunum árið 2002 og heimsmeistaramótinu 2003. Hann komst þrettán sinnum á verðlaunapall á heimsbikarmótum og hefur sigrað í þremur nafntoguðustu skíðagöngumótum heims, Vasagöngunni, Birkibeinagöngunni og…
-
Allar myndir til sölu
Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.
-
Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024
Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta regnskúra yfir svæðið. Ríflega 100 þátttakendur voru skráðir í 25 km göngu…
-
Fossavatnsgangan sýnd beint í fyrsta sinn
Fossavatnsgangan hefur gert samning við rekstrarfélag Ski Classics, WSAB, um beina útsendingu frá Fossavatnsgöngunni 2024.
-
Veðurspá og áburðarráð
Veðurspá frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi fyrir Fossavatnsgönguna: Hlýnar rækilega í nótt og blotnar í snjónum. Slydda og síðar rigning í nótt. Um leið hvessir einnig af SSV. Kl. 08 í fyrramálið má reikna með 10-14 m/s og vindátt verður um 200°. Hiti í 500 m hæð verður um +3°C og +6°C á láglendi. Alskýjað, en…
-
Dagur og Anniken sigruðu Fossavatnsskautið
Dagur Benediktsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga og hin norska Anikken Gjerde Alnæs sigruðu 25 km Fossavatnsskautið sem fór fram á Seljalandsdal í gærkvöldi. Dagur kláraði gönguna á tímanum 01:12:09.1 og Anikken á tímanum 01:16:19.6. Næstir í karlaflokki komu þeir Magnus Waaler, frá Noregi, og Stefano Zanotto frá Ítalíu. Annað sætið í kvennaflokki hreppti Heli Annika Heiskanen…