Snorri Einarsson og Nadja Kälin unnu Fossavatnsskautið

Snorri Einarsson kom fyrstur í mark í karlaflokki og hin svissneska Nadja Kälin í kvennaflokki í 25 km Fossavatnsskautinu sem fór fram 13. apríl 2023. Blíðskaparveður var á Seljalandsdal og mjúkt færi. Einnig fóru fram 5 km FjölskylduFossavatnið og 1 km KrakkaFossavatnið.

Svisslendingurinn Ilya Chernusov varð í öðru sæti í karlaflokki og Norðmaðurinn Mathias Aas Rolid í þriðja, rúmum tveimur mínútum á eftir fyrsta manni. Ekki langt á eftir þeim komu Petter Soleng Skinstad og Robin Frommelt.

Í kvennaflokkinum vann sem fyrr segir Nadja Kälin, Andrea Kolbeinsdóttir önnur og Ísfirðingurinn Dagný Emma Kristinsdóttir þriðja.

Í kvennaflokki í 5 km göngunni sigraði María Sif Hlynsdóttir, Sölvey Marie Tómasdóttir var önnur og Hekla Malín Ellertsdóttir þriðja.

Matthías Karl Ólafsson sigraði í 5 km göngu karla, Arnar Gauti Gíslason var annar og Magnús Hrafn Einarsson þriðji.

Öll úrslit er hægt að sjá í rauntíma á Timataka.net.

More news

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Ljósmyndir frá keppnunum 2023

Búið er að birta um 2.000 ljósmyndir frá Fossavatnsgöngunum 2023. Þær, eins og myndir frá fyrri keppnum, er að finna á vef Ágústs Atlasonar hirðljósmyndara keppninnar. Hægt er að kaupa þær í fullri upplausn fyrir lágt verð.

lesa meira
Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsgangan, stærsta skíðagöngumót landsins, fór fram á Ísafirði í dag, laugardag. Það voru þau Nadja Kaelin frá Sviss og Mathias Aas Rolid frá Noregi sem komu fyrst í mark í kvenna- og karlaflokki í 50 kílómetra göngunni. Efstu Íslendingarnir í göngunni voru þau...

lesa meira