Snorri Einarsson og Nadja Kälin unnu Fossavatnsskautið

Snorri Einarsson kom fyrstur í mark í karlaflokki og hin svissneska Nadja Kälin í kvennaflokki í 25 km Fossavatnsskautinu sem fór fram 13. apríl 2023. Blíðskaparveður var á Seljalandsdal og mjúkt færi. Einnig fóru fram 5 km FjölskylduFossavatnið og 1 km KrakkaFossavatnið.

Svisslendingurinn Ilya Chernusov varð í öðru sæti í karlaflokki og Norðmaðurinn Mathias Aas Rolid í þriðja, rúmum tveimur mínútum á eftir fyrsta manni. Ekki langt á eftir þeim komu Petter Soleng Skinstad og Robin Frommelt.

Í kvennaflokkinum vann sem fyrr segir Nadja Kälin, Andrea Kolbeinsdóttir önnur og Ísfirðingurinn Dagný Emma Kristinsdóttir þriðja.

Í kvennaflokki í 5 km göngunni sigraði María Sif Hlynsdóttir, Sölvey Marie Tómasdóttir var önnur og Hekla Malín Ellertsdóttir þriðja.

Matthías Karl Ólafsson sigraði í 5 km göngu karla, Arnar Gauti Gíslason var annar og Magnús Hrafn Einarsson þriðji.

Öll úrslit er hægt að sjá í rauntíma á Timataka.net.

More news

Áburðarþjónusta

Tveir aðilar bjóða upp á áburðarþjónustu fyrir Fossavatnsgönguna. Fjordhub býður upp á sjálfsafgreiðslu, en Einar Birkir og Sveinbjörn bjóða upp á alþjónustu. Notkun á flúoráburði er óheimil í samræmi við alþjóðlegar reglur. Ef þú býður upp á áburðarþjónustu máttu...

lesa meira
Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

Hertz er styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

Fossavatnsgangan er ein af merkustu skíðakeppnum á Íslandi, sem á sér langa og ríka sögu. Hún er hluti af vaxandi hópi gönguskíðamóta sem laða að bæði áhugamenn og atvinnuíþróttamenn frá öllum heimshornum. Keppnin, sem fram fer í fallegu og stundum grimmu landslagi...

lesa meira