Dagur og Anniken sigruðu Fossavatnsskautið

Dagur Benediktsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga og hin norska Anikken Gjerde Alnæs sigruðu 25 km Fossavatnsskautið sem fór fram á Seljalandsdal í gærkvöldi. Dagur kláraði gönguna á tímanum 01:12:09.1 og Anikken á tímanum 01:16:19.6. Næstir í karlaflokki komu þeir Magnus Waaler, frá Noregi, og Stefano Zanotto frá Ítalíu. Annað sætið í kvennaflokki hreppti Heli Annika Heiskanen frá Finnlandi og Karoline Næss frá Noregi var í þriðja sæti.

Alls kláruðu 75 þátttakendur frá 16 löndum Fossavatnsskautið, þar sem keppt er með frjálsri aðferð. Gengnir eru 25 kílómetrar um nokkuð strembna leið með samtals 520 metra hækkun, þar sem lengsta klifrið er 115 metrar. Aðstæður í brautinni í gær voru nokkuð góðar; skýjað, lítill vindur og um þriggja stiga frost.

Í gær fóru einnig fram Fjölskyldufossavatnið, sem er 5 km, ganga, og Krakkafossavatnið sem er 1 km ganga með þrautabraut.

Heildarúrslit í keppnunum má nálgast á www.timataka.net.

More news

Allar myndir til sölu

Allar myndir til sölu

Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.

lesa meira
Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni 2024

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024. Um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta...

lesa meira