Category: Uncategorized
-
Sveinbjörn og Grétar Smári sigruðu NæturFossavatnið
NæturFossavatnið fór fram 27. mars og aðfaranótt þess 28. Gangan fór fram í hrollköldum en prýðilegum aðstæðum á Seljalandsdal. Sigurvegarar í 35 km göngu 1. Sveinbjörn Orri Heimisson og Grétar Smári Samúelsson 2. Eyþór Freyr Árnason og Hjalti Böðvarsson 3. Daníel Jakobsson og Samúel Orri Stefánsson Sigurvegarar í 70 km göngu 1. Alice Moran og…
-
Úr gagnagrunni Fossavatnsgöngunnar: grein í Skíðablaðinu 2024
Í skíðablaðinu 2024 (sem hægt er að lesa á Snjor.is ásamt öllum eldri Skíðablöðum) er grein með ýmsum upplýsingum um gagnagrunn Fossavatnsgöngunnar. Greinin hefst á bls. 13, en er birt hér til gamans, lítið eitt aukin. Auk þess hefur verið skilið betur í sundur milli alnafna, en Sigurður Jónsson (Búbbi prentari) var í prentaðri útgáfu…
-
Góð snjóalög
Þetta er Steinninn með stóru s-i. Steinninn er í Engidal, nálægt Fossavatninu, og var kennileiti við upphaf göngunnar alla tíð frá 1935. Síðan gangan var lengd upp í 50 km. liðast brautin frá Seljalandsdal og út að Steini og til baka aftur, og er Steinninn þá miðpunktur göngunnar. Þröstur Jó, brautarstjóri, fór nýlega að kanna…
-
Happadrætti fram að áramótum
Allir sem skrá sig til leiks fram að áramótum fara í pott sem dregið verður úr í janúar. Tveir heppnir þátttakendur fá frítt í gönguna 2025. Ódýrara er að skrá sig snemma, eins og sjá má á verðskránni.
-
Wild Westfjords er opinber ferðaskrifstofa Fossavatnsgöngunnar
Ferðaskrifstofan Wild Westfjords er opinber ferðaskrifstofa Fossavatnsgöngunnar. Ferðaskrifstofan býður upp á pakka fyrir erlenda gesti sem byrja á alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Í boði er pakki frá 15. apríl til 22. apríl, með skoðunarferðum, ferðalögum og gistingu. Einnig er til pakki eingöngu með gistingu. Hægt er að sérsníða pakkana eftir þörfum og áhuga.
-
Sértilboð frá Icelandair
Icelandair býður upp á 10% afslátt af flugferðum í tengslum við Fossavatnsgönguna. Notaðu kóðann FOSSAVATN á tímabilinu 7.–13. nóvember til að bóka flugferðir á tímabilinu 13.–24. apríl 2024. Sjá nánar hér fyrir neðan:
-
Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar 8. nóvember
Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar er haldinn 8. nóvember 2023 kl. 20:00 í kaffistofu Vestfirskra verktaka við Æðartanga 12a. Allir velunnarar velkomnir.
-
Ljósmyndir frá keppnunum 2023
Búið er að birta um 2.000 ljósmyndir frá Fossavatnsgöngunum 2023. Þær, eins og myndir frá fyrri keppnum, er að finna á vef Ágústs Atlasonar hirðljósmyndara keppninnar. Hægt er að kaupa þær í fullri upplausn fyrir lágt verð.
-
Viðurkenningarskjöl fyrir þátttakendur / Diplomas for participants
Varstu að klára göngu í dag? Til hamingju! Þú getur sótt þér viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í Fossavatnsgöngunni 2023 með því að fara inn á www.timataka.net/fossavatn2023 og smella á nafnið þitt í viðeigandi flokki. Þá birtist skjalið með nafni, vegalengd og tíma, tilbúið til útprentunar. Just finished your race? Congrats! Participants can get a diploma for their participation…
-
Svissneskur og norskur sigur í Fossavatnsgöngunni
Fossavatnsgangan, stærsta skíðagöngumót landsins, fór fram á Ísafirði í dag, laugardag. Það voru þau Nadja Kaelin frá Sviss og Mathias Aas Rolid frá Noregi sem komu fyrst í mark í kvenna- og karlaflokki í 50 kílómetra göngunni. Efstu Íslendingarnir í göngunni voru þau Snorri Einarsson frá Ísafirði og Andrea Kolbeinsdóttir frá Reykjavík. Alls 300 keppendur…